Johann­es Schildt, stjórn­ar­formaður og stofn­andi sænska heil­brigðis­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Kry, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að til greina komi að hasla sér völl á Íslandi, en fyr­ir­tækið er nú þegar með starf­semi í nokkr­um lönd­um
Heilsa „Það eru fleiri með Kry-reikning í Svíþjóð en Netflix-aðgang,“ segir Johannes Schildt, stofnandi og stjórnarformaður Kry.
Heilsa „Það eru fleiri með Kry-reikn­ing í Svíþjóð en Net­flix-aðgang,“ seg­ir Johann­es Schildt, stofn­andi og stjórn­ar­formaður Kry.

Baksvið

Þórodd­ur Bjarna­son

tobj@mbl.is

Johann­es Schildt, stjórn­ar­formaður og stofn­andi sænska heil­brigðis­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Kry, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að til greina komi að hasla sér völl á Íslandi, en fyr­ir­tækið er nú þegar með starf­semi í nokkr­um lönd­um.

Schildt mun fjalla um þjón­ustu Kry á ráðstefn­unni Sta­f­ræn­ar lausn­ir í heil­brigðisþjón­ustu: Tæki­færi fyr­ir Ísland, sem fram fer í lyfja­fyr­ir­tæk­inu Al­votech í Vatns­mýri í Reykja­vík í dag.

Á ráðstefn­unni verður sjón­um meðal ann­ars beint að því hvernig hægt er að auka hag­kvæmni í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu.

Eins og Schildt út­skýr­ir þá hef­ur starf­semi Kry minnkað álag á heil­brigðis­kerf­in í þeim lönd­um sem fyr­ir­tækið starfar

...