
Baksvið
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Johannes Schildt, stjórnarformaður og stofnandi sænska heilbrigðistæknifyrirtækisins Kry, segir í samtali við Morgunblaðið að til greina komi að hasla sér völl á Íslandi, en fyrirtækið er nú þegar með starfsemi í nokkrum löndum.
Schildt mun fjalla um þjónustu Kry á ráðstefnunni Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu: Tækifæri fyrir Ísland, sem fram fer í lyfjafyrirtækinu Alvotech í Vatnsmýri í Reykjavík í dag.
Á ráðstefnunni verður sjónum meðal annars beint að því hvernig hægt er að auka hagkvæmni í íslenska heilbrigðiskerfinu.
Eins og Schildt útskýrir þá hefur starfsemi Kry minnkað álag á heilbrigðiskerfin í þeim löndum sem fyrirtækið starfar
...