Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur und­ir­ritað til­skip­un um að svipta frétta­sam­tök­in Voice of America (VOA) rík­is­fjár­fram­lög­um en hann sak­ar þau um að vera and­víg sér. BBC grein­ir frá og seg­ir að VOA, sem sé fyrst og fremst út­varps­stöð, hafi verið…

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur und­ir­ritað til­skip­un um að svipta frétta­sam­tök­in Voice of America (VOA) rík­is­fjár­fram­lög­um en hann sak­ar þau um að vera and­víg sér. BBC grein­ir frá og seg­ir að VOA, sem sé fyrst og fremst út­varps­stöð, hafi verið sett á lagg­irn­ar í seinni heims­styrj­öld­inni til að vinna gegn áróðri nas­ista og að Ger­ald Ford fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti hafi skrifað und­ir op­in­ber­an sátt­mála árið 1976 sem hafi verið gerður til að standa vörð um rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæði sam­tak­anna. Þá seg­ir Mike Abramowitz for­stjóri VOA að hann og nán­ast allt starfs­fólk hans, sem telji um 1.300 manns, hafi verið sent í launað leyfi en VOA nær til hundraða millj­óna manna á heimsvísu í hverri viku.

Til­skip­un­in bein­ist að móður­fyr­ir­tæki VOA, US Agency for Global Media, sem einnig fjár­magn­ar sjálf­seign­ar­stofn­an­ir eins og Radio Free Europe

...