Fáséður fróðleik­ur úr mik­illi fjar­lægð

Marg­ur fylgd­ist með því, eins og spennu­mynd væri á skerm­in­um, þegar geim­far­ar voru sótt­ir í „geim­stöð“.

Þótt slík­ir at­b­urðir séu ekki sama ný­næmi og áður var, þá var sitt­hvað sem gerði þetta at­vik ein­stakt í sinni röð.

Sag­an var þessi. Tveir banda­rísk­ir geim­far­ar, karl og kona, sem sótt voru og urðu sam­ferða tveim­ur öðrum til jarðar, höfðu dvalið í geimn­um í tæpt ár. En það sem gerði þetta mál ein­kenni­legt var það að á því hafði verið byggt að þess­ir tveir geim­far­ar yrðu aðeins tvær vik­ur í geim­stöðinni og sinntu sín­um verk­efn­um.

En hvernig í ósköp­un­um stóð á því að tveggja vikna dvöl breytt­ist úr þeim skamma tíma yfir í tæpt ár?

Megin­á­stæðan fyr­ir því að áætl­un hélst svo illa var að flaug­ar fyr­ir­tæk­is­ins, sem samið hafði

...