Margur fylgdist með því, eins og spennumynd væri á skerminum, þegar geimfarar voru sóttir í „geimstöð“.
Þótt slíkir atburðir séu ekki sama nýnæmi og áður var, þá var sitthvað sem gerði þetta atvik einstakt í sinni röð.
Sagan var þessi. Tveir bandarískir geimfarar, karl og kona, sem sótt voru og urðu samferða tveimur öðrum til jarðar, höfðu dvalið í geimnum í tæpt ár. En það sem gerði þetta mál einkennilegt var það að á því hafði verið byggt að þessir tveir geimfarar yrðu aðeins tvær vikur í geimstöðinni og sinntu sínum verkefnum.
En hvernig í ósköpunum stóð á því að tveggja vikna dvöl breyttist úr þeim skamma tíma yfir í tæpt ár?
Meginástæðan fyrir því að áætlun hélst svo illa var að flaugar fyrirtækisins, sem samið hafði
...