
Bikarinn
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
KR, sigursælasta félagið í sögu bikarkeppni karla í körfuknattleik, er komið í úrslitaleik keppninnar í fyrsta skipti í sjö ár eftir sigur á Stjörnunni í undanúrslitum í Smáranum í Kópavogi í gær, 94:91.
KR hefur orðið bikarmeistari tólf sinnum, frá og með sigrinum í fyrstu bikarkeppninni árið 1970, og samtals leikið til úrslita í 21 skipti. KR-ingar unnu bikarinn síðast árið 2017 og töpuðu síðan úrslitaleik gegn Tindastóli ári síðar.
Leikurinn var hnífjafn frá byrjun, Stjarnan komst snemma sjö stigum yfir en KR jafnaði og náði forystunni seint í fyrri hálfleik. Stjarnan átti lokaorðið og var yfir í hálfleik, 53:52.
Jafnræðið hélt áfram og KR var
...