KR, sig­ur­sæl­asta fé­lagið í sögu bik­ar­keppni karla í körfuknatt­leik, er komið í úr­slita­leik keppn­inn­ar í fyrsta skipti í sjö ár eft­ir sig­ur á Stjörn­unni í undanúr­slit­um í Smár­an­um í Kópa­vogi í gær, 94:91
Smárinn KR-ingurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson reynir að stöðva Stjörnumanninn Orra Gunnarsson í bikarslagnum í gær.
Smár­inn KR-ing­ur­inn Þórir Guðmund­ur Þor­bjarn­ar­son reyn­ir að stöðva Stjörnu­mann­inn Orra Gunn­ars­son í bik­arslagn­um í gær. — Morg­un­blaðið/​Eyþór

Bik­ar­inn

Víðir Sig­urðsson

vs@mbl.is

KR, sig­ur­sæl­asta fé­lagið í sögu bik­ar­keppni karla í körfuknatt­leik, er komið í úr­slita­leik keppn­inn­ar í fyrsta skipti í sjö ár eft­ir sig­ur á Stjörn­unni í undanúr­slit­um í Smár­an­um í Kópa­vogi í gær, 94:91.

KR hef­ur orðið bikar­meist­ari tólf sinn­um, frá og með sigr­in­um í fyrstu bik­ar­keppn­inni árið 1970, og sam­tals leikið til úr­slita í 21 skipti. KR-ing­ar unnu bik­ar­inn síðast árið 2017 og töpuðu síðan úr­slita­leik gegn Tinda­stóli ári síðar.

Leik­ur­inn var hníf­jafn frá byrj­un, Stjarn­an komst snemma sjö stig­um yfir en KR jafnaði og náði for­yst­unni seint í fyrri hálfleik. Stjarn­an átti loka­orðið og var yfir í hálfleik, 53:52.

Jafn­ræðið hélt áfram og KR var

...