
Baksvið
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Eitt helsta umræðuefni heimsmálanna þessi dægrin eru sú hugmynd Donalds J. Trumps Bandaríkjaforseta að Kanada verði 51. ríki Bandaríkjanna. Hefur hann ekki látið þar við sitja heldur einnig talað fyrir því að Grænland tilheyri Bandaríkjunum.
Trump hefur sagt þetta svo oft og við svo mörg tilefni að ástæða er til að taka þetta til skoðunar. Enn fremur hefur utanríkisráðherra hans, Marco Rubio, höggvið í sama knérunn. Ekki þarf að hafa mörg orð um að þessi áform hafa mætt gríðarlegri andstöðu en mikið hefur verið fjallað um þá hlið málsins.
Alls 19,5 milljónir ferkílómetra
Með þetta í huga er hér sýnt hvernig sameinað land Bandaríkjanna og Kanada liti út
...