Eitt helsta umræðuefni heims­mál­anna þessi dægrin eru sú hug­mynd Don­alds J. Trumps Banda­ríkja­for­seta að Kan­ada verði 51. ríki Banda­ríkj­anna. Hef­ur hann ekki látið þar við sitja held­ur einnig talað fyr­ir því að Græn­land til­heyri Banda­ríkj­un­um

Baksvið

Bald­ur Arn­ar­son

baldura@mbl.is

Eitt helsta umræðuefni heims­mál­anna þessi dægrin eru sú hug­mynd Don­alds J. Trumps Banda­ríkja­for­seta að Kan­ada verði 51. ríki Banda­ríkj­anna. Hef­ur hann ekki látið þar við sitja held­ur einnig talað fyr­ir því að Græn­land til­heyri Banda­ríkj­un­um.

Trump hef­ur sagt þetta svo oft og við svo mörg til­efni að ástæða er til að taka þetta til skoðunar. Enn frem­ur hef­ur ut­an­rík­is­ráðherra hans, Marco Ru­bio, höggvið í sama knérunn. Ekki þarf að hafa mörg orð um að þessi áform hafa mætt gríðarlegri and­stöðu en mikið hef­ur verið fjallað um þá hlið máls­ins.

Alls 19,5 millj­ón­ir fer­kíló­metra

Með þetta í huga er hér sýnt hvernig sam­einað land Banda­ríkj­anna og Kan­ada liti út

...