
Þriðji Gunnlaugur Árni Sveinsson er í fremstu röð í háskólagolfinu.
— Ljósmynd/EGA
Gunnlaugur Árni Sveinsson hafnaði í þriðja sæti á Pauma Valley-mótinu í bandaríska háskólagolfinu sem lauk í Kaliforníu í fyrrinótt. Hann lék hringina á 69, 70 og 67 höggum, samtals á sjö höggum undir pari, og var eini kylfingurinn sem fékk hvorki skolla né skramba á lokahringnum. Skólalið LSU, með Gunnlaug í stóru hlutverki, sigraði á mótinu með tíu högga mun. Mótið var firnasterkt en átta af efstu 20 á heimslista áhugakylfinga tóku þátt í því.