
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Ofanritaður ræddi við Aron Einar Gunnarsson, sem var landsliðsfyrirliði í fótbolta í meira en áratug, á hóteli landsliðsins í Alicante á Spáni í vikunni.
Aron, sem verður 36 ára síðar á árinu, er í landsliðshópnum sem mætir Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Aron talaði um að hann væri hungraðri en áður í að ná árangri með íslenska liðinu, þar sem hann veit að hann er á lokaárum ferilsins og alls ekki sjálfgefið að vera í landsliðshópnum.
Hann tengdi við orð nafna síns Arons Pálmarssonar, landsliðsfyrirliða í handbolta, sem hafði svipaða sögu að segja. Lítið er eftir af ferlinum og tækifærunum til afreka
...