Lista­safn Íslands Nánd hvers­dags­ins ★★★★½ Sýn­ing á verk­um Agnieszku Sosnowsku, Joakims Eskild­sen, Nialls McDi­armid, Orra Jóns­son­ar og Sallyar Mann. Sýn­ing­ar­stjóri er Pari Stave. Sýn­ing­in, sem er opin alla daga kl. 10-17, stend­ur til 4. maí 2025.
Fyrirmynd Sally Mann, „Ponder Heart“ (2009), „Amor Revealed“ (2007), „David“ (2005) og „Was Ever Love“ (2009), allt silfurprent á pappír.
Fyr­ir­mynd Sally Mann, „Pond­er Heart“ (2009), „Amor Revea­led“ (2007), „Dav­id“ (2005) og „Was Ever Love“ (2009), allt silf­ur­prent á papp­ír. — Ljós­mynd­ir/​Hlyn­ur Helga­son

Mynd­list

Hlyn­ur

Helga­son

Í Lista­safni Íslands stend­ur nú yfir sýn­ing sem læt­ur lítið yfir sér. Þetta er sýn­ing á verk­um fimm sam­tíma­ljós­mynd­ara í vest­ur­sal safns­ins á efstu hæð. Ljós­mynd­ar­arn­ir koma víða að, Sally Mann er banda­rísk, Joakim Eskild­sen dansk­ur, Niall McD­armid skosk­ur, Agnieszka Sosnowska Pól­verji sem býr á Íslandi og Orri Jóns­son er ís­lensk­ur. Það sem sam­ein­ar þau öll er hófstillt afstaða til ljós­mynd­un­ar, þar sem í reynd er horfið frá amstri og hraða sítengds sam­tíma og í staðinn litið inn á við, til fjöl­skyld­unn­ar, til þess sem stend­ur fólki næst.

Þetta er afstaða sem má rekja til list­ar í Hollandi und­ir lok sautjándu ald­ar, þegar lista­menn á borð við Johann­es Ver­meer fóru að draga fram feg­urðina sem felst í ein­földu hvers­dags­legu

...