
Myndlist
Hlynur
Helgason
Í Listasafni Íslands stendur nú yfir sýning sem lætur lítið yfir sér. Þetta er sýning á verkum fimm samtímaljósmyndara í vestursal safnsins á efstu hæð. Ljósmyndararnir koma víða að, Sally Mann er bandarísk, Joakim Eskildsen danskur, Niall McDarmid skoskur, Agnieszka Sosnowska Pólverji sem býr á Íslandi og Orri Jónsson er íslenskur. Það sem sameinar þau öll er hófstillt afstaða til ljósmyndunar, þar sem í reynd er horfið frá amstri og hraða sítengds samtíma og í staðinn litið inn á við, til fjölskyldunnar, til þess sem stendur fólki næst.
Þetta er afstaða sem má rekja til listar í Hollandi undir lok sautjándu aldar, þegar listamenn á borð við Johannes Vermeer fóru að draga fram fegurðina sem felst í einföldu hversdagslegu
...