
Í Pristínu
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Kósóvó í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar á Fadil Vokrri-vellinum í höfuðborginni Pristínu klukkan 19.45 í kvöld.
Leikurinn er sá fyrsti hjá landsliðinu undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, sem tók við liðinu af Åge Hareide í byrjun árs. Seinni leikurinn er í Murcia á sunnudag, sem er heimaleikur Íslands í einvíginu, þar sem ekki er hægt að leika á Íslandi sökum vallarmála.
Einvígið skiptir afar miklu máli því þjóðin sem leikur í B-deild Þjóðadeildarinnar á töluvert meiri möguleika á að komast á EM 2028, því leiðin er greiðari í umspil hjá liðum í B-deildinni.