Íslenska karla­landsliðið í fót­bolta mæt­ir Kósóvó í fyrri leik liðanna í um­spili um sæti í B-deild Þjóðadeild­ar­inn­ar á Fadil Vo­krri-vell­in­um í höfuðborg­inni Prist­ínu klukk­an 19.45 í kvöld. Leik­ur­inn er sá fyrsti hjá landsliðinu und­ir stjórn Arn­ars…

Í Prist­ínu

Jó­hann Ingi Hafþórs­son

johann­ingi@mbl.is

Íslenska karla­landsliðið í fót­bolta mæt­ir Kósóvó í fyrri leik liðanna í um­spili um sæti í B-deild Þjóðadeild­ar­inn­ar á Fadil Vo­krri-vell­in­um í höfuðborg­inni Prist­ínu klukk­an 19.45 í kvöld.

Leik­ur­inn er sá fyrsti hjá landsliðinu und­ir stjórn Arn­ars Gunn­laugs­son­ar, sem tók við liðinu af Åge Harei­de í byrj­un árs. Seinni leik­ur­inn er í Murcia á sunnu­dag, sem er heima­leik­ur Íslands í ein­víg­inu, þar sem ekki er hægt að leika á Íslandi sök­um vall­ar­mála.

Ein­vígið skipt­ir afar miklu máli því þjóðin sem leik­ur í B-deild Þjóðadeild­ar­inn­ar á tölu­vert meiri mögu­leika á að kom­ast á EM 2028, því leiðin er greiðari í um­spil hjá liðum í B-deild­inni.

Ein­um leik

...