El­iza varð heims­fræg á einni nóttu þegar Guðni Th. Jó­hann­es­son eig­inmaður henn­ar var kos­inn for­seti Íslands árið 2016. Eft­ir að Guðni lét af embætti í sum­ar fluttu þau El­iza í hús í Garðabæn­um sem þau byggðu fyr­ir sig og börn­in fjög­ur
— Morg­un­blaðið/​Karítas

Marta María Win­kel Jón­as­dótt­ir

mm@mbl.is

El­iza varð heims­fræg á einni nóttu þegar Guðni Th. Jó­hann­es­son eig­inmaður henn­ar var kos­inn for­seti Íslands árið 2016.

Eft­ir að Guðni lét af embætti í sum­ar fluttu þau El­iza í hús í Garðabæn­um sem þau byggðu fyr­ir sig og börn­in fjög­ur. Við hitt­umst á heim­ili þeirra og hún býður upp á heima­bakaðar bolla­kök­ur úr döðlum og heil­hveiti og sitt­hverju fleira. Við erum þó ekki að hitt­ast til að ræða hús­muni, bakst­ur og upp­röðun á hús­gögn­um, held­ur glæpa­sög­una Diplómati deyr þar sem kanadísk sendi­herra­frú er í aðal­hlut­verki. Þegar hún er spurð út í bók­ina seg­ir hún að það sé erfitt að lýsa verk­inu því hún megi ekki segja frá plotti bók­ar­inn­ar. El­iza geyst­ist fram á rit­völl­inn þegar hún skrifaði bók­ina Sprakk­ar sem kom út 2021. Það kveikti í henni að skrifa meira þótt það hafi ekki legið í

...