
Marta María Winkel Jónasdóttir
mm@mbl.is
Eliza varð heimsfræg á einni nóttu þegar Guðni Th. Jóhannesson eiginmaður hennar var kosinn forseti Íslands árið 2016.
Eftir að Guðni lét af embætti í sumar fluttu þau Eliza í hús í Garðabænum sem þau byggðu fyrir sig og börnin fjögur. Við hittumst á heimili þeirra og hún býður upp á heimabakaðar bollakökur úr döðlum og heilhveiti og sitthverju fleira. Við erum þó ekki að hittast til að ræða húsmuni, bakstur og uppröðun á húsgögnum, heldur glæpasöguna Diplómati deyr þar sem kanadísk sendiherrafrú er í aðalhlutverki. Þegar hún er spurð út í bókina segir hún að það sé erfitt að lýsa verkinu því hún megi ekki segja frá plotti bókarinnar. Eliza geystist fram á ritvöllinn þegar hún skrifaði bókina Sprakkar sem kom út 2021. Það kveikti í henni að skrifa meira þótt það hafi ekki legið í
...