Maður er að halda ræðu, vill troða rús­ínu í pylsu­end­ann og seg­ir hress: „Ég ætla að leyfa mér að hnekkja út með brand­ara sem ég heyrði um dag­inn.“ Gam­an væri að geta ráðlagt hnykkja í staðinn en hér mun klykkja hafa vakað fyr­ir mæl­anda,…

Maður er að halda ræðu, vill troða rús­ínu í pylsu­end­ann og seg­ir hress: „Ég ætla að leyfa mér að hnekkja út með brand­ara sem ég heyrði um dag­inn.“ Gam­an væri að geta ráðlagt hnykkja í staðinn en hér mun klykkja hafa vakað fyr­ir mæl­anda, að klykkja út með e-u er að ljúka með e-u, í þessu til­felli máli sínu með brand­ara.