
Magdalena Anna Torfadóttir
magdalena@mbl.is
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í gær að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 7,75%. Allir nefndarmenn studdu þessa ákvörðun og var hún í takt við spár greiningaraðila.
Kári S. Friðriksson hagfræðingur hjá Arion segir að lækkunin hafi verið algjörlega í takt við spár.
„Þótt hún feli í sér að raunstýrivextir, miðað við verðbólgu og verðbólguvæntingar, fari undir þau 4% sem nefndin hefur miðað við undanfarið ár, þá lítur hún ekki svo á að hún sé í raun að draga úr aðhaldi, enda eru horfur á að þeir hækki til baka fram að næsta fundi,“ segir Kári.
Hann bætir við að
...