Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans til­kynnti í gær að stýri­vext­ir yrðu lækkaðir um 0,25 pró­sentu­stig. Meg­in­vext­ir bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, verða því 7,75%. All­ir nefnd­ar­menn studdu þessa ákvörðun og var hún í takt við spár grein­ing­araðila
Stýrivextir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kynnir vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans á fundi. Telur áfram þörf á þéttu taumhaldi.
Stýri­vext­ir Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri kynn­ir vaxta­ákvörðun pen­inga­stefnu­nefnd­ar Seðlabank­ans á fundi. Tel­ur áfram þörf á þéttu taum­haldi. — Morg­un­blaðið/​Karítas

Magda­lena Anna Torfa­dótt­ir

magda­lena@mbl.is

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans til­kynnti í gær að stýri­vext­ir yrðu lækkaðir um 0,25 pró­sentu­stig. Meg­in­vext­ir bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, verða því 7,75%. All­ir nefnd­ar­menn studdu þessa ákvörðun og var hún í takt við spár grein­ing­araðila.

Kári S. Friðriks­son hag­fræðing­ur hjá Ari­on seg­ir að lækk­un­in hafi verið al­gjör­lega í takt við spár.

„Þótt hún feli í sér að raun­stýri­vext­ir, miðað við verðbólgu og verðbólgu­vænt­ing­ar, fari und­ir þau 4% sem nefnd­in hef­ur miðað við und­an­farið ár, þá lít­ur hún ekki svo á að hún sé í raun að draga úr aðhaldi, enda eru horf­ur á að þeir hækki til baka fram að næsta fundi,“ seg­ir Kári.

Hann bæt­ir við að

...