
Landsliðið
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Talsverð hætta er á að kvennalandslið Íslands í knattspyrnu verði án fyrirliðans Glódísar Perlu Viggósdóttur í leikjunum gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni en þeir fara fram á Þróttarvellinum 4. og 8. apríl.
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari skýrði frá því á fréttamannafundi KSÍ í gær að Glódís væri með beinmar í hné en hún hefur fyrir vikið misst af tveimur leikjum með Bayern München að undanförnu.
Hann sagði að líkurnar á að Glódís yrði með í landsleikjunum væru um það bil fimmtíu prósent.
Það yrðu mikil viðbrigði fyrir liðið að leika án fyrirliðans. Glódís hefur frá 21. júlí 2013, þegar hún lék með Íslandi gegn Svíþjóð í átta
...