Tals­verð hætta er á að kvenna­landslið Íslands í knatt­spyrnu verði án fyr­irliðans Gló­dís­ar Perlu Viggós­dótt­ur í leikj­un­um gegn Nor­egi og Sviss í Þjóðadeild­inni en þeir fara fram á Þrótt­ar­vell­in­um 4. og 8
Reynsla Glódís Perla Viggósdóttir hefur spilað nánast alla mótsleiki íslenska landsliðsins í tólf ár og er orðin næstleikjahæst frá upphafi.
Reynsla Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir hef­ur spilað nán­ast alla móts­leiki ís­lenska landsliðsins í tólf ár og er orðin næst­leikja­hæst frá upp­hafi. — Morg­un­blaðið/​Arnþór Birk­is­son

Landsliðið

Víðir Sig­urðsson

vs@mbl.is

Tals­verð hætta er á að kvenna­landslið Íslands í knatt­spyrnu verði án fyr­irliðans Gló­dís­ar Perlu Viggós­dótt­ur í leikj­un­um gegn Nor­egi og Sviss í Þjóðadeild­inni en þeir fara fram á Þrótt­ar­vell­in­um 4. og 8. apríl.

Þor­steinn Hall­dórs­son landsliðsþjálf­ari skýrði frá því á frétta­manna­fundi KSÍ í gær að Gló­dís væri með bein­mar í hné en hún hef­ur fyr­ir vikið misst af tveim­ur leikj­um með Bayern München að und­an­förnu.

Hann sagði að lík­urn­ar á að Gló­dís yrði með í lands­leikj­un­um væru um það bil fimm­tíu pró­sent.

Það yrðu mik­il viðbrigði fyr­ir liðið að leika án fyr­irliðans. Gló­dís hef­ur frá 21. júlí 2013, þegar hún lék með Íslandi gegn Svíþjóð í átta

...