Umferðarlög Hér á landi eru stífar reglur um ökuréttindi aldraðra.
Um­ferðarlög Hér á landi eru stíf­ar regl­ur um öku­rétt­indi aldraðra. — Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Öku­skír­teini eldri borg­ara gilda í skemmri tíma á Íslandi en í ná­granna­lönd­um, þar sem þau eru oft með 10-15 ára gild­is­tíma eft­ir 70 ára ald­ur, en lækn­is­vott­orðs er aðeins kraf­ist við sér­stak­ar aðstæður. Hér á landi er gild­is­tími öku­skír­teina fjög­ur ár við 70 ára ald­ur, stytt­ist í þrjú ár við 71 árs ald­ur, tvö ár við 72 ára og aðeins eitt ár fyr­ir þá sem eru 80 ára og eldri. Til að end­ur­nýja öku­leyfið sitt þurfa eldri borg­ar­ar að sækja um slíkt hjá sýslu­manni og fram­vísa lækn­is­vott­orði.

Ingvar Þórodds­son þingmaður Viðreisn­ar vakti at­hygli á þessu í ræðu sinni á Alþingi fyrr í vik­unni. Í sam­tali við Morg­un­blaðið seg­ir hann auðveld­lega hægt að spara með því að hætta að setja eldra fólk í þá stöðu að þurfa að sanna fyr­ir sam­fé­lag­inu að það sé ekki hættu­legt. „Það eru þúsund­ir lækn­is­vott­orða, hundruð klukku­stunda og fjár­magn sem fer í ís­lenska for­ræðis­hyggju í garð

...