Að slettast er að sprautast, skvettast. Þegar ósætti kemur upp á milli vina er sagt að það slettist upp á vinskapinn. Um orðtakið það sýður upp úr segir Íslensk orðabók stillilega: samkomulag rofnar og menn takast á
Að slettast er að sprautast, skvettast. Þegar ósætti kemur upp á milli vina er sagt að það slettist upp á vinskapinn. Um orðtakið það sýður upp úr segir Íslensk orðabók stillilega: samkomulag rofnar og menn takast á. „Það slettist upp úr“ er skiljanlegt en ekki styðst það við venju og hin tvö duga vel hvort um sitt fyrirbærið.