„EKKI SETJA MYND­IR AF BÖRN­UN­UM ÞÍNUM Á STEFN­UMÓTAFOR­RIT.“
Mæðgurnar á góðri stund.
Mæðgurn­ar á góðri stund.

Mar­grét Erla viður­kenn­ir að hafa farið í kleinu þegar hún var beðin um upp­eld­is­ráð, því hún er með stöðugt sam­visku­bit þessa dag­ana vegna sýn­inga á Þetta er Laddi í Borg­ar­leik­hús­inu.

Hér eru upp­eld­is­ráð
Mar­grét­ar Erlu Maack:

Brjósta­gjöf

„All­ar ákv­arðanir sem móðirin með brjóst­in tek­ur um brjósta­gjöf eru rétt­ar. Finnst þér þetta erfitt og bind­andi og vilt hætta sem fyrst? Það er al­veg rétt. Finnst þér þetta geggjað og ert með barnið á brjósti til fjög­urra og hálfs? Líka al­veg rétt.“

Góð sam­skipti

„Sam­skipti við maka eru kennslu­stund barns­ins þegar kem­ur að þeirri virðingu sem við ber­um fyr­ir maka og sjálf­um okk­ur. Ver­um sann­gjörn, stönd­um með okk­ur og ekki kenna barn­inu þínu að

...