
Margrét Erla viðurkennir að hafa farið í kleinu þegar hún var beðin um uppeldisráð, því hún er með stöðugt samviskubit þessa dagana vegna sýninga á Þetta er Laddi í Borgarleikhúsinu.
Hér eru uppeldisráð
Margrétar Erlu Maack:
Brjóstagjöf
„Allar ákvarðanir sem móðirin með brjóstin tekur um brjóstagjöf eru réttar. Finnst þér þetta erfitt og bindandi og vilt hætta sem fyrst? Það er alveg rétt. Finnst þér þetta geggjað og ert með barnið á brjósti til fjögurra og hálfs? Líka alveg rétt.“
Góð samskipti
„Samskipti við maka eru kennslustund barnsins þegar kemur að þeirri virðingu sem við berum fyrir maka og sjálfum okkur. Verum sanngjörn, stöndum með okkur og ekki kenna barninu þínu að
...