Guðrún Erla Guðlaugs­dótt­ir fædd­ist í Vest­manna­eyj­um 2. maí 1952. Hún lést á Lyflækn­inga­deild Sjúkra­húss­ins á Akra­nesi 11. mars 2025.

For­eldr­ar henn­ar voru Guðlaug­ur Þór­ar­inn Helga­son, sjó­maður og verk­stjóri, f. 13.11. 1928, d. 23.9. 1982 og Lilja Sig­ríður Jens­dótt­ir, hús­móðir og verka­kona, f. 9.11. 1930, d. 10.7. 2022.

Guðrún Erla var elst sex systkina. Næst kom Krist­ný Hulda, d. 4.8. 1954, d. 18.7. 2004. Þá Helga, f. 24.1. 1956. Svo Svan­hild­ur, f. 16.10. 1959. Síðan Gylfi Þór, f. 22.7. 1963. Og loks Erna, f. 27.12. 1969.

Dótt­ir Guðrún­ar Erlu er Helga, f. 11.8. 1970. Faðir henn­ar er Finn­bogi Már Gúst­afs­son. Guðrún Erla gift­ist Ingólfi Geir­dal, vél­stjóra og vél­virkja, f. 19.6. 1949 og eiga tvo drengi: Freyr, f. 14.3. 1973. Börn hans eru Eyþór Atli, f. 25.5. 1995. Móðir hans er Berg­lind

...