
Fjölmargar verðandi og nýbakaðar mæður upplifa mikinn kvíða í tengslum við brjóstagjöf, enda er enginn fæddur með þá kunnáttu hvernig sé best að leggja barn á brjóst.
Hildur A. Ármannsdóttir, hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi, veit hvað hún syngur þegar kemur að brjóstagjöf og mikilvægi móðurmjólkurinnar. Hún hefur víðtæka starfsreynslu í fæðingarþjónustu og hefur um árabil unnið við að styðja og styrkja konur í brjóstagjöf, en á síðustu árum hefur orðið sprenging í brjóstagjafaráðgjöf á Íslandi.
„Já, þörfin er mikil. Stuðningur við brjóstagjöf skiptir máli. Það er mjög gott fyrir mæður, sama á hvaða aldri þær eru, að undirbúa sig vel fyrir brjóstagjöfina með því að afla sér þekkingar alveg eins og þær undirbúa sig fyrir fæðinguna,“ segir Hildur.
Brjóstagjafaráðgjöf, hvað felst
...