„Ávinn­ing­ur­inn er margs kon­ar, bæði fyr­ir móður og barn. Brjóstamjólk minnk­ar lík­ur á sjúk­dóm­um, sýk­ing­um og offitu og áunn­inni syk­ur­sýki síðar á lífs­leiðinni.“
Hver dropi af brjóstamjólk er mikilvægur.
Hver dropi af brjóstamjólk er mik­il­væg­ur. — Ljós­mynd/​Aðsend

Fjöl­marg­ar verðandi og nýbakaðar mæður upp­lifa mik­inn kvíða í tengsl­um við brjósta­gjöf, enda er eng­inn fædd­ur með þá kunn­áttu hvernig sé best að leggja barn á brjóst.

Hild­ur A. Ármanns­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur, ljós­móðir og brjósta­gjaf­aráðgjafi, veit hvað hún syng­ur þegar kem­ur að brjósta­gjöf og mik­il­vægi móður­mjólk­ur­inn­ar. Hún hef­ur víðtæka starfs­reynslu í fæðing­arþjón­ustu og hef­ur um ára­bil unnið við að styðja og styrkja kon­ur í brjósta­gjöf, en á síðustu árum hef­ur orðið spreng­ing í brjósta­gjaf­aráðgjöf á Íslandi.

„Já, þörf­in er mik­il. Stuðning­ur við brjósta­gjöf skipt­ir máli. Það er mjög gott fyr­ir mæður, sama á hvaða aldri þær eru, að und­ir­búa sig vel fyr­ir brjósta­gjöf­ina með því að afla sér þekk­ing­ar al­veg eins og þær und­ir­búa sig fyr­ir fæðing­una,“ seg­ir Hild­ur.

Brjósta­gjaf­aráðgjöf, hvað felst

...