
Vilhjálmur Bjarnason
Mannréttindi eru meðal annars fólgin í því að hver og einn fái að vera svo heimskur sem hann vill. Þau réttindi veita honum þó ekki rétt til að skaða aðra. Heimsku eru settar sömu skorður og frelsinu. Frelsi eins veitir ekki rétt til að valta yfir aðra og valda skaða.
Í hvert skipti sem alvarleg tíðindi berast af vegakerfi eða fangelsum kemur á daginn að heimskupör hafa leitt til þess að fresta verður aðgerðum því frelsi til heimsku hefur valdið skaða.
Svo er um ILS-sjóð, sem eitt sinn hét Íbúðalánasjóður. Þar verður einföld lánastofnun, sem ætlað var einfalt hlutverk, það er að lána langtímalán til fasteignakaupa, að skaðræði í kjölfar þess að stjórnendur hafa áskilið sér meiri heimsku en mannréttindi og frelsi leyfðu.