Ta­prekst­ur Íbúðalána­sjóðs staf­ar ekki af töpuðum út­lán­um þótt ýms­ir hafi viljað kenna það ör­læt­is­gern­ing­um í svo­kölluðum „90% lán­um“.
Vilhjálmur Bjarnason
Vil­hjálm­ur Bjarna­son

Vil­hjálm­ur Bjarna­son

Mann­rétt­indi eru meðal ann­ars fólg­in í því að hver og einn fái að vera svo heimsk­ur sem hann vill. Þau rétt­indi veita hon­um þó ekki rétt til að skaða aðra. Heimsku eru sett­ar sömu skorður og frels­inu. Frelsi eins veit­ir ekki rétt til að valta yfir aðra og valda skaða.

Í hvert skipti sem al­var­leg tíðindi ber­ast af vega­kerfi eða fang­els­um kem­ur á dag­inn að heimskupör hafa leitt til þess að fresta verður aðgerðum því frelsi til heimsku hef­ur valdið skaða.

Svo er um ILS-sjóð, sem eitt sinn hét Íbúðalána­sjóður. Þar verður ein­föld lána­stofn­un, sem ætlað var ein­falt hlut­verk, það er að lána lang­tíma­lán til fast­eigna­kaupa, að skaðræði í kjöl­far þess að stjórn­end­ur hafa áskilið sér meiri heimsku en mann­rétt­indi og frelsi leyfðu.

Hvað seg­ir lög­gjöf­in?

...