
Mér finnst langerfiðast að þurfa að kveðja strákana mína, þar sem þeir eru allir mjög hændir að mér,“ segir Rafel Jón Gunnsteinsson um helstu áskoranirnar við að vera sjómaður. Rafael er háseti á uppsjávarskipi hjá Brimi og er giftur Sveinu Rúnu Kristjánsdóttur.
Saman eiga þau tvo drengi, Maríus Ármann, sjö að verða átta ára, og Ívan Berg, sem er að verða þriggja ára. En sá fyrrnefndi á einmitt sama afmælisdag og faðir sinn, 26. apríl.
Rafael á uppkomna stúlku úr fyrra sambandi, hana Anítu Kareni, og Sveina átti fyrir einn dreng, Bjarka Snæ.
„Ég lít á hann sem minn eigin son.“
Missti næstum af fæðingunni
Fjölskyldan er búsett á Vopnafirði og unir lífinu vel þarna á norðaustanverðu landinu.
„Ég starfa hjá Brimi og eru túrarnir mjög fjölbreyttir, það fer alveg eftir því hvaða fiskitegund við erum að veiða. Við veiðum makríl, síld, loðnu og kolmunna. Makríltúrarnir geta verið frá einum degi upp
...