„Hefði ég ekki tekið þetta óvænta frí hefði ég misst af þeirri fæðingu, en Guð hafði annað plan.“
F.v. Aníta Karen, Rafael með Ívan Berg, Bjarki Snær, Sveina og Maríus Ármann.
F.v. Aníta Kar­en, Rafa­el með Ívan Berg, Bjarki Snær, Sveina og Maríus Ármann.

Mér finnst lan­gerfiðast að þurfa að kveðja strák­ana mína, þar sem þeir eru all­ir mjög hænd­ir að mér,“ seg­ir Ra­fel Jón Gunn­steins­son um helstu áskor­an­irn­ar við að vera sjó­maður. Rafa­el er há­seti á upp­sjáv­ar­skipi hjá Brimi og er gift­ur Sveinu Rúnu Kristjáns­dótt­ur.

Sam­an eiga þau tvo drengi, Maríus Ármann, sjö að verða átta ára, og Ívan Berg, sem er að verða þriggja ára. En sá fyrr­nefndi á ein­mitt sama af­mæl­is­dag og faðir sinn, 26. apríl.

Rafa­el á upp­komna stúlku úr fyrra sam­bandi, hana Anítu Kar­eni, og Sveina átti fyr­ir einn dreng, Bjarka Snæ.

„Ég lít á hann sem minn eig­in son.“

Missti næst­um af fæðing­unni

Fjöl­skyld­an er bú­sett á Vopnafirði og unir líf­inu vel þarna á norðaust­an­verðu land­inu.

„Ég starfa hjá Brimi og eru túr­arn­ir mjög fjöl­breytt­ir, það fer al­veg eft­ir því hvaða fiski­teg­und við erum að veiða. Við veiðum mak­ríl, síld, loðnu og kol­munna. Mak­ríltúr­arn­ir geta verið frá ein­um degi upp

...