Sigurlín Hermannsdóttir settist út á verönd fyrir nokkru, þegar sást ögn til sólar, og komst að þeirri niðurstöðu að það væri að koma vor. Vor í lofti en vetur enn þó ríkir á veröndinni finn ég ágætt skjól
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Sigurlín Hermannsdóttir settist út á verönd fyrir nokkru, þegar sást ögn til sólar, og komst að þeirri niðurstöðu að það væri að koma vor.
Vor í lofti en vetur enn þó ríkir
á veröndinni finn ég ágætt skjól.
Upp úr moldu gulur krókus kíkir
kannski hann sé líka að gá að sól.
Af gangstéttunum burt menn sandi
sópa
og segja að varla eigi að snjóa meir.
Um vanga strýkur svalur sunnanþeyr
hann sumargesti flytur, stórar hópa.
Pétur
...