
Leikskólavandinn í Reykjavík – sem á endanum verður alltaf vandi foreldra og barna – er í raun sjálfskapað vandamál. Í fleiri ár hafa langþreyttir foreldrar staðið í baráttu fyrir plássum og setið uppi með ómælt álag og tekjutap. Baráttuandinn dofnar svo þegar barnið fær loksins pláss, oftast komið á þriðja ár, og nýir foreldrar lenda á biðlistanum. Í þessu skjóli hefur meirihlutinn í borginni skákað í fjölda ára og aldrei er tekið á vandanum.
Verkefni stjórnmálamanna er að tryggja grunnþjónustu og einfalda líf fólks. Meirihlutinn í borginni virðist ekki upptekinn af slíkum málum eða hversdegi borgarbúa. Þar hafa gæluverkefni verið ofar á forgangslista og vanræksla grunnverkefna viðvarandi. Allt undir forystu Samfylkingarinnar, sem setur börn á biðlista fyrir aftan blómapotta, bragga og eigin ofurlaun.
Það sama virðist vera upp á teningnum nú
...