Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir

Leik­skóla­vand­inn í Reykja­vík – sem á end­an­um verður alltaf vandi for­eldra og barna – er í raun sjálf­skapað vanda­mál. Í fleiri ár hafa langþreytt­ir for­eldr­ar staðið í bar­áttu fyr­ir pláss­um og setið uppi með ómælt álag og tekjutap. Bar­áttu­and­inn dofn­ar svo þegar barnið fær loks­ins pláss, oft­ast komið á þriðja ár, og nýir for­eldr­ar lenda á biðlist­an­um. Í þessu skjóli hef­ur meiri­hlut­inn í borg­inni skákað í fjölda ára og aldrei er tekið á vand­an­um.

Verk­efni stjórn­mála­manna er að tryggja grunnþjón­ustu og ein­falda líf fólks. Meiri­hlut­inn í borg­inni virðist ekki upp­tek­inn af slík­um mál­um eða hvers­degi borg­ar­búa. Þar hafa gælu­verk­efni verið ofar á for­gangslista og van­ræksla grunn­verk­efna viðvar­andi. Allt und­ir for­ystu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem set­ur börn á biðlista fyr­ir aft­an blóma­potta, bragga og eig­in of­ur­laun.

Það sama virðist vera upp á ten­ingn­um nú

...

Höf­und­ur: Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir