
Viðtal
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Ég hef unnið að þessu síðustu þrjú, fjögur ár. Þetta hefur borið marga titla og farið í ólíkar áttir en fór að taka almennilega á sig mynd fyrir ári,“ segir Sölvi Halldórsson um nýja ljóðabók sína Þegar við vorum hellisbúar.
Sölvi hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2024 fyrir handrit að verkinu. „Ég hafði sent þetta handrit inn í aðeins frumstæðari mynd áður og var mjög gíraður. Fresturinn er alltaf á afmælisdaginn minn svo að mér leið eins og þetta hlyti að falla með mér einhvern tímann. En ég var líka búinn að liggja yfir þessu verki. Ég vann hluta af því sem einstaklingsverkefni í meistaranáminu í ritlist og var búinn að fá mjög góða yfirlestra frá vinum mínum. Ég
...