„Ég hef unnið að þessu síðustu þrjú, fjög­ur ár. Þetta hef­ur borið marga titla og farið í ólík­ar átt­ir en fór að taka al­menni­lega á sig mynd fyr­ir ári,“ seg­ir Sölvi Hall­dórs­son um nýja ljóðabók sína Þegar við vor­um hell­is­bú­ar
Skáldið Ljóðabók Sölva er gerð úr tveimur örkum sem límdar eru saman, hér hanga þær til þerris á heimili hans.
Skáldið Ljóðabók Sölva er gerð úr tveim­ur örk­um sem límd­ar eru sam­an, hér hanga þær til þerr­is á heim­ili hans. — Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Viðtal

Ragn­heiður Birg­is­dótt­ir

ragn­heidurb@mbl.is

„Ég hef unnið að þessu síðustu þrjú, fjög­ur ár. Þetta hef­ur borið marga titla og farið í ólík­ar átt­ir en fór að taka al­menni­lega á sig mynd fyr­ir ári,“ seg­ir Sölvi Hall­dórs­son um nýja ljóðabók sína Þegar við vor­um hell­is­bú­ar.

Sölvi hlaut Ný­rækt­ar­styrk Miðstöðvar ís­lenskra bók­mennta 2024 fyr­ir hand­rit að verk­inu. „Ég hafði sent þetta hand­rit inn í aðeins frum­stæðari mynd áður og var mjög gíraður. Frest­ur­inn er alltaf á af­mæl­is­dag­inn minn svo að mér leið eins og þetta hlyti að falla með mér ein­hvern tím­ann. En ég var líka bú­inn að liggja yfir þessu verki. Ég vann hluta af því sem ein­stak­lings­verk­efni í meist­ara­nám­inu í rit­list og var bú­inn að fá mjög góða yf­ir­lestra frá vin­um mín­um. Ég

...