Hvað ertu að fást við þessa dag­ana? „Ég er mamma, vinn í leik­skóla og er að klára stúd­ent­inn.“ Hvað get­ur þú sagt mér um upp­á­halds­mat­inn þinn? „Ég er mjög hrif­in af sus­hi. Lamba­kjöt sem maður­inn minn eld­ar er líka í…
Fagurkerinn Karin Sveinsdóttir kaupir barnaföt meðal annars í Barnaloppunni því þar er hægt að fá fín föt á góðu verði.
Fag­ur­ker­inn Kar­in Sveins­dótt­ir kaup­ir barna­föt meðal ann­ars í Barnal­opp­unni því þar er hægt að fá fín föt á góðu verði.

Hvað ertu að fást
við þessa dag­ana?

„Ég er mamma, vinn í leik­skóla og er að klára stúd­ent­inn.“

Hvað get­ur þú sagt mér um
upp­á­halds­mat­inn þinn?

„Ég er mjög hrif­in af sus­hi. Lamba­kjöt sem maður­inn minn eld­ar er líka í upp­á­haldi.“

Hvað elsk­ar dótt­ir þín að borða?

„Upp­á­halds­mat­ur­inn henn­ar er grjóna­graut­ur og hún er mjög hrif­in af ávöxt­um.“

Áttu þér upp­á­haldsveit­inga­hús?

„Við vin­kon­urn­ar erum bún­ar að fara mikið á Skreið upp á síðkastið. Mjög kósí staður og góðir rétt­ir.“

Hvernig hugs­ar þú um heils­una?

„Ég reyni að borða hollt, hreyfa mig, fara í sund og göngu­túra.

...