Hvað ertu að fást við þessa dagana? „Ég er mamma, vinn í leikskóla og er að klára stúdentinn.“ Hvað getur þú sagt mér um uppáhaldsmatinn þinn? „Ég er mjög hrifin af sushi. Lambakjöt sem maðurinn minn eldar er líka í…

Fagurkerinn Karin Sveinsdóttir kaupir barnaföt meðal annars í Barnaloppunni því þar er hægt að fá fín föt á góðu verði.
Hvað ertu að fást
við þessa dagana?
„Ég er mamma, vinn í leikskóla og er að klára stúdentinn.“
Hvað getur þú sagt mér um
uppáhaldsmatinn þinn?
„Ég er mjög hrifin af sushi. Lambakjöt sem maðurinn minn eldar er líka í uppáhaldi.“
Hvað elskar dóttir þín að borða?
„Uppáhaldsmaturinn hennar er grjónagrautur og hún er mjög hrifin af ávöxtum.“
Áttu þér uppáhaldsveitingahús?
„Við vinkonurnar erum búnar að fara mikið á Skreið upp á síðkastið. Mjög kósí staður og góðir réttir.“
Hvernig hugsar þú um heilsuna?
„Ég reyni að borða hollt, hreyfa mig, fara í sund og göngutúra.
...