30 ára Guðrún Inga er Reyk­vík­ing­ur, ólst upp í Grafar­vogi og hef­ur búið þar alla tíð fyr­ir utan á náms­ár­un­um. Hún starfar sem úr­smiður hjá Michel­sen 1909. Hún lærði upp­haf­lega gull- og silf­ur­smíði og var að vinna hjá Frank Michel­sen, eig­anda…

30 ára Guðrún Inga er Reyk­vík­ing­ur, ólst upp í Grafar­vogi og hef­ur búið þar alla tíð fyr­ir utan á náms­ár­un­um. Hún starfar sem úr­smiður hjá Michel­sen 1909. Hún lærði upp­haf­lega gull- og silf­ur­smíði og var að vinna hjá Frank Michel­sen, eig­anda Michel­sen 1909, þegar hann taldi hana á að leggja úr­smíði fyr­ir sig í staðinn.

„Frank bauð mér samn­ing í úr­smíði, ég skipti um leið og sé ekki eft­ir því.“ Guðrún Inga fór í nám til Dan­merk­ur, í danska úr­smíðaskól­ann, og hlaut silf­ur­verðlaun Gull­smíðafé­lags Dan­merk­ur árið 2022 fyr­ir framúrsk­ar­andi ár­ang­ur úr­smíðanema á sveins­prófi með hæstu mögu­legu ein­kunn. Í fyrra kláraði hún svo meist­ara­námið í úr­smíði við Tækni­skól­ann og fékk viður­kenn­ingu fyr­ir framúrsk­ar­andi náms­ár­ang­ur.

„Ég geri við flest­ar gerðir af úrum, t.d. Tag Heu­er, Long­ines, Tudor og er

...