
30 ára Guðrún Inga er Reykvíkingur, ólst upp í Grafarvogi og hefur búið þar alla tíð fyrir utan á námsárunum. Hún starfar sem úrsmiður hjá Michelsen 1909. Hún lærði upphaflega gull- og silfursmíði og var að vinna hjá Frank Michelsen, eiganda Michelsen 1909, þegar hann taldi hana á að leggja úrsmíði fyrir sig í staðinn.
„Frank bauð mér samning í úrsmíði, ég skipti um leið og sé ekki eftir því.“ Guðrún Inga fór í nám til Danmerkur, í danska úrsmíðaskólann, og hlaut silfurverðlaun Gullsmíðafélags Danmerkur árið 2022 fyrir framúrskarandi árangur úrsmíðanema á sveinsprófi með hæstu mögulegu einkunn. Í fyrra kláraði hún svo meistaranámið í úrsmíði við Tækniskólann og fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur.
„Ég geri við flestar gerðir af úrum, t.d. Tag Heuer, Longines, Tudor og er
...