Gunn­laug­ur Þorfinns­son fædd­ist 22. fe­brú­ar 1928. Hann lést 7. fe­brú­ar 2025.

Útför­in fór fram 11. mars 2025.

Það er lífs­ins lukka að um­gang­ast ömm­ur og afa langt fram und­ir og eft­ir þrítugt. Ég var svo hepp­inn að njóta allra þeirra lengi og það var svo ekki sé meira sagt dá­sam­legt. Nú hef­ur afi Gulli kvatt okk­ur og fylg­ir því sorg í hjarta að kveðja þann dá­sam­lega höfðingja í síðasta skiptið. Hann ætlaði að verða ei­líf­ur og fór ansi nærri.

Ég var svo hepp­inn að geta alltaf gengið eða hjólað heim til ömmu og afa í Fagra­bergi. Ég leitaði tölu­vert til þeirra, þar var gott að setj­ast niður og spjalla. Þegar ég var yngri var það kakó­malt og ristað brauð, seinna ástarpung­ar og kaffi. Þau voru líka á þannig stað að það var auðvelt fyr­ir mig að skjót­ast í frí­mín­út­um og fá að borða blá­korna­brauð með söltuðu

...