
Gunnlaugur Þorfinnsson fæddist 22. febrúar 1928. Hann lést 7. febrúar 2025.
Útförin fór fram 11. mars 2025.
Það er lífsins lukka að umgangast ömmur og afa langt fram undir og eftir þrítugt. Ég var svo heppinn að njóta allra þeirra lengi og það var svo ekki sé meira sagt dásamlegt. Nú hefur afi Gulli kvatt okkur og fylgir því sorg í hjarta að kveðja þann dásamlega höfðingja í síðasta skiptið. Hann ætlaði að verða eilífur og fór ansi nærri.
Ég var svo heppinn að geta alltaf gengið eða hjólað heim til ömmu og afa í Fagrabergi. Ég leitaði töluvert til þeirra, þar var gott að setjast niður og spjalla. Þegar ég var yngri var það kakómalt og ristað brauð, seinna ástarpungar og kaffi. Þau voru líka á þannig stað að það var auðvelt fyrir mig að skjótast í frímínútum og fá að borða blákornabrauð með söltuðu
...