
Ég á tvo stráka, sá eldri er fjögurra ára og sá yngri þriggja ára. Þeir eiga hvor sitt svefnherbergið en þar sem herbergin þeirra eru í minna lagi þá nýtti ég opið svæði fyrir framan herbergin í leiksvæði tileinkað þeim. Ég lagði því mikla áherslu á að svefnherbergin þeirra yrðu notalegur staður þar sem þeir væru í ró,“ segir Gríma.
„Það gerði ég með því að teppaleggja, nota milda liti í bland við skemmtilegt veggfóður, góðar gardínur sem dimma vel á sumarkvöldum og notalega lýsingu sem nýtist vel í skammdeginu. Á leiksvæðinu voru áherslurnar aðrar en þar vildi ég að þeir hefðu gott aðgengi að dótinu sínu sem er í körfum í opnum hillum. Ég vildi líka að gólfplássið væri gott. Þar fá þeir frelsi til þess að búa sér til sinn heim og þurfa ekkert endilega að ganga frá í lok hvers dags ef leikurinn er spennandi.“
Hvaðan fékkstu
...