„Þrátt fyr­ir að við séum að búa til æv­in­týra­legt og spenn­andi barna­her­bergi þá er þetta líka svefnstaður barns­ins. Það er því gott að hafa í huga að áreitið sé ekki of mikið og um­fram allt að barn­inu líði vel.“
Gríma lék sér með veggfóður í svefnherbergjunum.
Gríma lék sér með vegg­fóður í svefn­her­bergj­un­um.

Ég á tvo stráka, sá eldri er fjög­urra ára og sá yngri þriggja ára. Þeir eiga hvor sitt svefn­her­bergið en þar sem her­berg­in þeirra eru í minna lagi þá nýtti ég opið svæði fyr­ir fram­an her­berg­in í leik­svæði til­einkað þeim. Ég lagði því mikla áherslu á að svefn­her­berg­in þeirra yrðu nota­leg­ur staður þar sem þeir væru í ró,“ seg­ir Gríma.

„Það gerði ég með því að teppaleggja, nota milda liti í bland við skemmti­legt vegg­fóður, góðar gard­ín­ur sem dimma vel á su­mar­kvöld­um og nota­lega lýs­ingu sem nýt­ist vel í skamm­deg­inu. Á leik­svæðinu voru áhersl­urn­ar aðrar en þar vildi ég að þeir hefðu gott aðgengi að dót­inu sínu sem er í körf­um í opn­um hill­um. Ég vildi líka að gólfplássið væri gott. Þar fá þeir frelsi til þess að búa sér til sinn heim og þurfa ekk­ert endi­lega að ganga frá í lok hvers dags ef leik­ur­inn er spenn­andi.“

Hvaðan fékkstu

...