
Tónlist
Magnús Lyngdal
Magnússon
Strengjakonsertsformið er afar vandmeðfarið að því leytinu til að samhljómurinn (intónasjón) er svo ofboðslega viðkvæmur. Það tekur því kvartetta yfirleitt mörg ár að finna jafnvægið milli radda og marka þannig sinn eigin hljóm. Strokkvartettinn Siggi hefur starfað í tæpan hálfan annan áratug en hann var stofnaður árið 2012, þá í tengslum við Ung Nordisk Musik-hátíðina. Kvartettinn hefur á takteinum bæði hefðbundin verk og samtímatónlist og hefur í því augnamiði unnið að nýsköpun tónlistar í nánu samstarfi við samtímatónskáld og listamenn. Strokkvartettinn Siggi hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem flytjandi ársins árið 2018 og það má með sanni segja að hann búi nú yfir sjálfstæðum hljómi, vel balanseruðum og hárfínum en líka kraftmiklum þegar tónlistin kallar
...