Harpa Kammermús­ík­klúbbur­inn ★★★★· Tónlist: Ludwig van Beet­ho­ven (Strengja­kvart­ett nr. 10 í Es-dúr op. 74), Úlfar Ingi Har­alds­son („And­stæður/​Contr­asts“ – Frum­flutn­ing­ur), Una Svein­bjarn­ar­dótt­ir („Sjó­kort“ – strengja­kvart­ett nr. 2) og Dmit­ríj Shosta­kovít­sj (Strengja­kvart­ett nr. 8 í c-moll op. 110). Strokkvart­ett­inn Siggi. Hljóðfæra­leik­ar­ar: Una Svein­bjarn­ar­dótt­ir (fiðla), Helga Þóra Björg­vins­dótt­ir (fiðla), Þór­unn Ósk Marinós­dótt­ir (víóla) og Sig­urður Bjarki Gunn­ars­son (selló). Tón­leik­ar í Norður­ljós­um Hörpu sunnu­dag­inn 9. mars 2025.
Strokkvartettinn Siggi Helga Þóra Björgvinsdóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson, Una Sveinbjarnardóttir og Þórunn Ósk Marinósdóttir hafa starfað saman sem Strokkvartettinn Siggi frá árinu 2012 og eru orðin vel samstillt.
Strokkvart­ett­inn Siggi Helga Þóra Björg­vins­dótt­ir, Sig­urður Bjarki Gunn­ars­son, Una Svein­bjarn­ar­dótt­ir og Þór­unn Ósk Marinós­dótt­ir hafa starfað sam­an sem Strokkvart­ett­inn Siggi frá ár­inu 2012 og eru orðin vel sam­stillt.

Tónlist

Magnús Lyng­dal

Magnús­son

Strengjakonserts­formið er afar vandmeðfarið að því leyt­inu til að sam­hljóm­ur­inn (intóna­sjón) er svo ofboðslega viðkvæm­ur. Það tek­ur því kvart­etta yf­ir­leitt mörg ár að finna jafn­vægið milli radda og marka þannig sinn eig­in hljóm. Strokkvart­ett­inn Siggi hef­ur starfað í tæp­an hálf­an ann­an ára­tug en hann var stofnaður árið 2012, þá í tengsl­um við Ung Nordisk Musik-hátíðina. Kvart­ett­inn hef­ur á taktein­um bæði hefðbund­in verk og sam­tíma­tónlist og hef­ur í því augnamiði unnið að ný­sköp­un tón­list­ar í nánu sam­starfi við sam­tímatón­skáld og lista­menn. Strokkvart­ett­inn Siggi hlaut Íslensku tón­list­ar­verðlaun­in sem flytj­andi árs­ins árið 2018 og það má með sanni segja að hann búi nú yfir sjálf­stæðum hljómi, vel bal­anseruðum og hár­fín­um en líka kraft­mikl­um þegar tón­list­in kall­ar

...