Mæðgurnar Ída Ösp, Ester og Nanna Björk staddar í París árið 2023.
Mæðgurn­ar Ída Ösp, Ester og Nanna Björk stadd­ar í Par­ís árið 2023.

Ester Stef­áns­dótt­ir fædd­ist 21. mars 1975 á Ak­ur­eyri og ólst upp á Brekk­unni.

„Fjöl­skyld­an flutti til Reykja­vík­ur þegar ég var sex ára og bjugg­um við þar í þrjú ár meðan for­eldr­ar mín­ir stunduðu nám. Leiðin lá aft­ur til Ak­ur­eyr­ar þar sem ég lauk grunn­skóla­námi í gagg­an­um. Fram­halds­skóla­námi lauk ég í Verk­mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri árið 1995 af nátt­úru­fræðibraut. Árið 1996 flutti ég til Dan­merk­ur þar sem ég nam sjón­tækja­fræði og út­skrifaðist árið 2001.

Árin í Dan­mörku voru þrosk­andi og skemmti­leg. Planið var alltaf að fara heim að námi loknu en dvöl­in í Dan­mörku varð heil átta ár. Á þess­um Dan­merkurár­um eignaðist ég eldri dótt­ur mína, Nönnu Björk.

Árið 2004 gafst litlu fjöl­skyld­unni tæki­færi á að flytja í ár til Nýja-Sjá­lands. Landið er fal­legt og að mörgu leyti líkt Íslandi nema allt er

...