
Ester Stefánsdóttir fæddist 21. mars 1975 á Akureyri og ólst upp á Brekkunni.
„Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur þegar ég var sex ára og bjuggum við þar í þrjú ár meðan foreldrar mínir stunduðu nám. Leiðin lá aftur til Akureyrar þar sem ég lauk grunnskólanámi í gagganum. Framhaldsskólanámi lauk ég í Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 1995 af náttúrufræðibraut. Árið 1996 flutti ég til Danmerkur þar sem ég nam sjóntækjafræði og útskrifaðist árið 2001.
Árin í Danmörku voru þroskandi og skemmtileg. Planið var alltaf að fara heim að námi loknu en dvölin í Danmörku varð heil átta ár. Á þessum Danmerkurárum eignaðist ég eldri dóttur mína, Nönnu Björk.
Árið 2004 gafst litlu fjölskyldunni tækifæri á að flytja í ár til Nýja-Sjálands. Landið er fallegt og að mörgu leyti líkt Íslandi nema allt er
...