Kirsty Coventry var í gær kjörin forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC, fyrst kvenna, sem og fyrsti Afríkubúinn. Coventry er 41 árs gömul og frá Simbabve. Hún keppti í sundi á fimm Ólympíuleikum. Þar vann hún gullverðlaun í 200 metra baksundi…

Forsetaskipti Kirsty Coventry og forveri hennar, Thomas Bach.
— AFP/Fabrice Coffrini
Kirsty Coventry var í gær kjörin forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC, fyrst kvenna, sem og fyrsti Afríkubúinn. Coventry er 41 árs gömul og frá Simbabve. Hún keppti í sundi á fimm Ólympíuleikum. Þar vann hún gullverðlaun í 200 metra baksundi árin 2004 og 2008, fern silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Coventry vann til sjö gullverðlauna á heimsmeistaramótum. Hún tók sæti í framkvæmdastjórn IOC árið 2023.