Kir­sty Co­ventry var í gær kjör­in for­seti Alþjóðaólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar, IOC, fyrst kvenna, sem og fyrsti Afr­íku­bú­inn. Co­ventry er 41 árs göm­ul og frá Simb­abve. Hún keppti í sundi á fimm Ólymp­íu­leik­um. Þar vann hún gull­verðlaun í 200 metra baksundi…
Forsetaskipti Kirsty Coventry og forveri hennar, Thomas Bach.
For­seta­skipti Kir­sty Co­ventry og for­veri henn­ar, Thom­as Bach. — AFP/​Fabrice Cof­fr­ini

Kir­sty Co­ventry var í gær kjör­in for­seti Alþjóðaólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar, IOC, fyrst kvenna, sem og fyrsti Afr­íku­bú­inn. Co­ventry er 41 árs göm­ul og frá Simb­abve. Hún keppti í sundi á fimm Ólymp­íu­leik­um. Þar vann hún gull­verðlaun í 200 metra baksundi árin 2004 og 2008, fern silf­ur­verðlaun og ein bronsverðlaun. Co­ventry vann til sjö gull­verðlauna á heims­meist­ara­mót­um. Hún tók sæti í fram­kvæmda­stjórn IOC árið 2023.