
Röndóttur bolur frá Gray Label, fæst í Dimm og kostar 5.990 kr.
Ungbörnin þurfa ekki mikið en það eru þó nokkrir hlutir sem sniðugt er að eiga. Þetta eru flíkur eins og heilgalli úr flís eða ull, opin ullarpeysa og samfella og mjúkar buxur. Litirnir sem eru í tísku núna eru helst jarðarlitir eins og hefur verið áberandi undanfarin ár.
Fyrir eldri börnin þá má alveg bæta við smá litum fyrir sumarið. Þá er sniðugt að eiga þunna jakka fyrir hlýrri daga, mjúkar gallabuxur og strigaskó sem þarf ekki að reima.