— Unsplash/​Etienne Assen­heimer

Barnæsk­an er dýr­mæt­ur tími sem hef­ur mót­andi áhrif á mann­fólkið þegar það kemst á full­orðins­ald­ur. Í dag er tölu­vert rætt um það að full­orðnir, í öll­um sín­um ófull­kom­leika, detti stund­um óvart í barna­ork­una þegar hlut­irn­ir æxl­ast ekki eins og þeir höfðu séð fyr­ir sér. Fólk get­ur brugðist skringi­lega við litlu með frekju og óhemj­u­gangi. Fólk sem hef­ur leitað sér hjálp­ar til að reyna að láta sér líða bet­ur í eig­in skinni er oft látið kafa ofan í barnæsk­una. Hvað gerðist þar sem er að trufla fólk sem hef­ur alla burði til að lifa góðu lífi?

Það get­ur verið hjálp­legt að skoða hvað bjátaði á og hvernig er hægt að kom­ast út úr því en svo þarf kafl­an­um líka að ljúka. Það get­ur verið miklu áhuga­verðara að draga fram hvað við elskuðum að gera þegar við vor­um 10 ára. Þegar ég spurði mann­inn minn hvernig hann hefði hagað sér þegar hann var 10 ára kom í ljós að hann var alltaf í löggu og

...