
Barnæskan er dýrmætur tími sem hefur mótandi áhrif á mannfólkið þegar það kemst á fullorðinsaldur. Í dag er töluvert rætt um það að fullorðnir, í öllum sínum ófullkomleika, detti stundum óvart í barnaorkuna þegar hlutirnir æxlast ekki eins og þeir höfðu séð fyrir sér. Fólk getur brugðist skringilega við litlu með frekju og óhemjugangi. Fólk sem hefur leitað sér hjálpar til að reyna að láta sér líða betur í eigin skinni er oft látið kafa ofan í barnæskuna. Hvað gerðist þar sem er að trufla fólk sem hefur alla burði til að lifa góðu lífi?
Það getur verið hjálplegt að skoða hvað bjátaði á og hvernig er hægt að komast út úr því en svo þarf kaflanum líka að ljúka. Það getur verið miklu áhugaverðara að draga fram hvað við elskuðum að gera þegar við vorum 10 ára. Þegar ég spurði manninn minn hvernig hann hefði hagað sér þegar hann var 10 ára kom í ljós að hann var alltaf í löggu og
...