Mynd­list­ar­sýn­ing­in Fjöll­in, fólkið og vatnið er opnuð í kvöld, föstu­dag­inn 21. mars, kl. 20 í Skemm­unni Hvann­eyri og mun standa yfir dag­ana 22.-23. mars frá klukk­an 13 til 19
Sjálfsmyndin Mona Reynir
Sjálfs­mynd­in Mona Reyn­ir

Mynd­list­ar­sýn­ing­in Fjöll­in, fólkið og vatnið er opnuð í kvöld, föstu­dag­inn 21. mars, kl. 20 í Skemm­unni Hvann­eyri og mun standa yfir dag­ana 22.-23. mars frá klukk­an 13 til 19. Seg­ir í til­kynn­ingu að þar sýni listamaður­inn Reyn­ir Hauks­son mál­verk sem unn­in hafi verið síðustu miss­eri þar sem efniviður­inn sé um­hverfi og mann­líf Borg­ar­fjarðar, lands­lags­mynd­ir í bland við portrett­mynd­ir. „Reyn­ir Hauks­son hef­ur getið sér gott orð í gegn­um tíðina sem einn helsti túlk­andi flamenco- og spænskr­ar tón­list­ar á Íslandi en síðustu ár hef­ur hann ein­beitt sér að mynd­list í meiri mæli. Hann út­skrifaðist frá Madrid Aca­demy of Art sum­arið 2024 og er að halda sína fyrstu mynd­list­ar­sýn­ingu á Íslandi. Í list­mál­un sinni fæst Reyn­ir við real­isma þar sem lands­lag Borg­ar­fjarðar og and­litslag Borg­f­irðinga er dregið fram á ein­stak­an og skap­andi hátt.“