
Á öskudaginn stóð ég með syni mínum í ónefndri verslun í Smáralind. Dóttir mín hafði neitað að syngja fyrir sælgæti og móðirin – ég – var send í staðinn. Niðurlægingin náði hámarki þegar afgreiðslukonan spurði son minn hvaða lag hann vildi syngja og Bíttu í það súra með Bogomil Font varð fyrir valinu. Sonur minn horfði stíft á mig með fallegu bláu augunum sínum og sagði svo: „Mamma, byrjaðu!“
Og ég fór að söngla eða öllu heldur raula einu línuna sem ég mundi í laginu: „Bíttu í það súra.“ Sonur minn tók aðeins undir, mjög lágt að vísu, og einhvern veginn tónuðum við lagið ekki mjög vel.
En sælgætið fengum við og dóttir mín líka þrátt fyrir að hún hafi staðið í hæfilegri fjarlægð.
Og hvar hófst þetta fjöruga ævintýri barnauppeldisins? Jú, þegar ég hitti æskuástina
...