Á ösku­dag­inn stóð ég með syni mín­um í ónefndri versl­un í Smáralind. Dótt­ir mín hafði neitað að syngja fyr­ir sæl­gæti og móðirin – ég – var send í staðinn. Niður­læg­ing­in náði há­marki þegar af­greiðslu­kon­an spurði son minn hvaða lag hann…

Á ösku­dag­inn stóð ég með syni mín­um í ónefndri versl­un í Smáralind. Dótt­ir mín hafði neitað að syngja fyr­ir sæl­gæti og móðirin – ég – var send í staðinn. Niður­læg­ing­in náði há­marki þegar af­greiðslu­kon­an spurði son minn hvaða lag hann vildi syngja og Bíttu í það súra með Bogomil Font varð fyr­ir val­inu. Son­ur minn horfði stíft á mig með fal­legu bláu aug­un­um sín­um og sagði svo: „Mamma, byrjaðu!“

Og ég fór að söngla eða öllu held­ur raula einu lín­una sem ég mundi í lag­inu: „Bíttu í það súra.“ Son­ur minn tók aðeins und­ir, mjög lágt að vísu, og ein­hvern veg­inn tónuðum við lagið ekki mjög vel.

En sæl­gætið feng­um við og dótt­ir mín líka þrátt fyr­ir að hún hafi staðið í hæfi­legri fjar­lægð.

Og hvar hófst þetta fjör­uga æv­in­týri barna­upp­eld­is­ins? Jú, þegar ég hitti æsku­ást­ina

...