Króatía, Dan­mörk og Þýska­land unnu í gær­kvöld fyrri leik­ina í átta liða úr­slit­um Þjóðadeild­ar karla í fót­bolta, gegn Frökk­um, Portú­göl­um og Ítöl­um, en Hol­land og Spánn gerðu jafn­tefli. Ante Budimir og Ivan Per­isic komu Króöt­um í 2:0 í fyrri hálfleik …
Rotterdam Mikel Merino fagnar jöfnunarmarki Spánverja.
Rotter­dam Mikel Mer­ino fagn­ar jöfn­un­ar­marki Spán­verja. — AFP/​Nicolas Tucat

Króatía, Dan­mörk og Þýska­land unnu í gær­kvöld fyrri leik­ina í átta liða úr­slit­um Þjóðadeild­ar karla í fót­bolta, gegn Frökk­um, Portú­göl­um og Ítöl­um, en Hol­land og Spánn gerðu jafn­tefli.

Ante Budimir og Ivan Per­isic komu Króöt­um í 2:0 í fyrri hálfleik gegn Frökk­um í Split en áður hafði Mike Maign­an í marki Frakka varið víta­spyrnu frá Andrej Kram­aric. Þar við sat og króa­tíska liðið fer með tveggja marka for­skot til Frakk­lands.

Sandro Tonali kom Ítöl­um yfir strax á 9. mín­útu gegn Þjóðverj­um í Mílanó, 1:0, og þannig var staðan í hálfleik. Tim Kleindienst jafnaði fyr­ir Þjóðverja á 49. mín­útu eft­ir send­ingu frá Jos­hua Kimmich.

Kimmich var síðan aft­ur á ferðinni á 76. mín­útu þegar hann lagði upp mark fyr­ir Leon Gor­etzka og Þjóðverj­ar voru komn­ir í 2:1. Þetta reynd­ist sig­ur­markið.

Nico Williams skoraði fyr­ir Spán­verja strax á 9. mín­útu í Rotter­dam eft­ir send­ingu frá Pedri en á 28. mín­útu lagði Just­in Klui­vert upp jöfn­un­ar­mark fyr­ir Cody Gakpo,

...