„Þetta var ágæt­is frammistaða,“ sagði Há­kon Rafn Valdi­mars­son, markvörður ís­lenska karla­landsliðsins í fót­bolta, í sam­tali við Morg­un­blaðið eft­ir 2:1-tap liðsins gegn Kó­sovó.

„Við vor­um að reyna nýja hluti sem gengu ágæt­lega inn á milli en svo lent­um við í smá brasi með þá líka. Press­an er atriði sem við þurf­um að skoða,“ sagði Há­kon, sem var óánægður með mörk­in tvö sem hann fékk á sig.

„Þetta voru frek­ar pirr­andi mörk að fá á sig. Bæði skot­in fara í geng­um klofið á varn­ar­mann­in­um og fyrra markið sem við fáum á okk­ur kem­ur eft­ir fast leik­atriði. Við get­um ekki fengið þannig mörk á okk­ur, svo ein­falt er það. Við þurf­um samt að spila bet­ur, það er klárt mál,“ sagði Há­kon.

„Það var margt mjög já­kvætt í okk­ar leik og svo voru líka ákveðnir hlut­ir sem við þurf­um að laga,“ sagði Arn­ar Gunn­laugs­son við Morg­un­blaðið eft­ir sinn fyrsta leik sem þjálf­ari liðsins.

„Það gladdi mig mikið hvað við vor­um góðir

...