Dísa Söngkonan vestfirska hefur unnið til fjölda verðlauna á ferlinum.
Dísa Söng­kon­an vest­firska hef­ur unnið til fjölda verðlauna á ferl­in­um. — Ljós­mynd/​Vincent Stefán

Selló­deild Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands og sópr­an­söng­kon­an Her­dís Anna Jón­as­dótt­ir sam­eina krafta sína á tón­leik­um í Föstu­dags­röðinni í Norður­ljósa­sal Hörpu í kvöld, föstu­dag­inn 21. mars, klukk­an 18. Seg­ir í til­kynn­ingu að í heill­andi og lit­ríkri efn­is­skrá muni ís­lensk og suður­am­er­ísk tónlist mæt­ast en um sé að ræða verk eft­ir Villa-Lo­bos, Þórð Magnús­son, Astor Piazzolla og Magnús Blön­dal Jó­hanns­son.

Þá hafi Her­dís Anna um langt ára­bil verið ein af fremstu söngvur­um lands­ins og hlotið fjölda verðlauna fyr­ir list sína, til að mynda Íslensku tón­list­ar­verðlaun­in 2022 og Grímu­verðlaun­in 2019.

„Það er sér­stakt til­hlökk­un­ar­efni að heyra bjarta og tæra rödd henn­ar mæta mjúk­um og seiðandi hljóm sellós­ins, sem ann­ars er alls­ráðandi á þess­um skemmti­legu og fjöl­breyttu tón­leik­um,“ seg­ir jafn­framt í til­kynn­ing­unni.

Tón­leik­arn­ir eru klukku­stund­ar­lang­ir og án hlés.