
Gaupi, sem fagnar 71 árs afmæli sínu um miðjan júlí, lét af störfum sem íþróttafréttamaður árið 2023 eftir rúmlega 30 ára feril en ástríða hans fyrir íþróttum, þá sérstaklega boltaíþróttum, hefur ekkert dvínað og fylgist hann gaumgæfilega með öllu sem gerist innan vallar og utan.
Gaupi er giftur Karen Christensen og á með henni tvö börn, þau Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, og Dórótheu Guðjónsdóttur, ráðgjafa hjá TVG-Zimsen. Hann varð afi 53 ára gamall þegar Snorri Steinn og eiginkona hans, Marín Sörens Madsen, eignuðust son árið 2008. Þau bættu svo tveimur afadætrum í hópinn 2012 og 2017.
„Það er yndislegt að vera afi. Ég og Karen búum í næsta húsi við Snorra Stein, Marín og börn sem auðveldar ýmislegt. Það er stutt fyrir börnin að fara til að fá afaknús.“
...