F.v. Bjarki Snorrason, Elsa Snorradóttir, Snorri Steinn og Sóley Ása Snorradóttir, Marín Madsen, Guðjón Guðmundsson og Karen Christensen.
F.v. Bjarki Snorra­son, Elsa Snorra­dótt­ir, Snorri Steinn og Sól­ey Ása Snorra­dótt­ir, Marín Madsen, Guðjón Guðmunds­son og Kar­en Christen­sen.

Gaupi, sem fagn­ar 71 árs af­mæli sínu um miðjan júlí, lét af störf­um sem íþróttaf­réttamaður árið 2023 eft­ir rúm­lega 30 ára fer­il en ástríða hans fyr­ir íþrótt­um, þá sér­stak­lega boltaíþrótt­um, hef­ur ekk­ert dvínað og fylg­ist hann gaum­gæfi­lega með öllu sem ger­ist inn­an vall­ar og utan.

Gaupi er gift­ur Kar­en Christen­sen og á með henni tvö börn, þau Snorra Stein Guðjóns­son, landsliðsþjálf­ara ís­lenska karla­landsliðsins í hand­bolta, og Dórót­heu Guðjóns­dótt­ur, ráðgjafa hjá TVG-Zimsen. Hann varð afi 53 ára gam­all þegar Snorri Steinn og eig­in­kona hans, Marín Sör­ens Madsen, eignuðust son árið 2008. Þau bættu svo tveim­ur afa­dætr­um í hóp­inn 2012 og 2017.

„Það er ynd­is­legt að vera afi. Ég og Kar­en búum í næsta húsi við Snorra Stein, Marín og börn sem auðveld­ar ým­is­legt. Það er stutt fyr­ir börn­in að fara til að fá afa­knús.“

...