
— Ljósmynd/Eyþór Árnason
Undirskrift Höllu Tómasdóttur forseta Íslands hefur vakið mikla athygli og skipt landsmönnum í fylkingar. Í stað þess að rita fullt nafn sitt skrifar hún einungis „Halla Tomas“, sem margir hafa gagnrýnt harðlega á meðan aðrir verja hana af krafti. Málið var rætt í morgunþættinum Ísland vaknar, þar sem hlustendur létu skoðanir sínar í ljós. „Þetta er fyrsti opinberi starfsmaðurinn sem það skilst skriftin hjá. Hin hefðu alveg eins getað verið að skrifa kúkur og piss undir,“ sagði hlustandi sem tók upp hanskann fyrir Höllu.
Nánar um málið á K100.is.