
Það var mun erfiðara að koma til baka til Íslands en að flytja út,“ segir fjögurra drengja móðirin Edda Hrund Þráinsdóttir. Árið 2016 fluttu Edda og eiginmaður hennar, Ómar Ingi Sverrisson, til Noregs þar sem þau komu sér fyrir í bænum Ski, fyrir utan Osló. Þau bjuggu í Noregi í átta ár og fluttu til baka hingað til lands í mars í fyrra.
Edda segir eina af helstu ástæðum þess að erfiðara hafi verið að flytja til baka þá að væntingar til drengjanna í íslensku skólakerfi voru of miklar.
„Við töluðum alltaf íslensku heima en þeir lærðu að lesa á norsku og við vorum ekki að kenna þeim að lesa á íslensku til þess að rugla þá ekki.“
Að öðru leyti segir Edda skólakerfin keimlík hérlendis og í Noregi, en áður en þau fluttu út starfaði Edda sem kennari í Varmárskóla í Mosfellsbæ og síðustu þrjú árin áður en
...