„Í Nor­egi stunda börn­in nám í gegn­um spjald­tölvu og eru tölvurn­ar notaðar í skóla­skrift og ann­arri kennslu. Öll heima­vinna fer fram í gegn­um spjald­tölv­ur. Það var ekk­ert bara þannig í okk­ar skól­um held­ur er þetta stefna í Nor­egi sem nær yfir alla skóla.“
Fjölskyldan f.v. Ómar Ingi, Sverrir, Þráinn, Birkir Snær og Edda. Árni Kjartan stendur fyrir framan Birki og Eddu.
Fjöl­skyld­an f.v. Ómar Ingi, Sverr­ir, Þrá­inn, Birk­ir Snær og Edda. Árni Kjart­an stend­ur fyr­ir fram­an Birki og Eddu.

Það var mun erfiðara að koma til baka til Íslands en að flytja út,“ seg­ir fjög­urra drengja móðirin Edda Hrund Þrá­ins­dótt­ir. Árið 2016 fluttu Edda og eig­inmaður henn­ar, Ómar Ingi Sverris­son, til Nor­egs þar sem þau komu sér fyr­ir í bæn­um Ski, fyr­ir utan Osló. Þau bjuggu í Nor­egi í átta ár og fluttu til baka hingað til lands í mars í fyrra.

Edda seg­ir eina af helstu ástæðum þess að erfiðara hafi verið að flytja til baka þá að vænt­ing­ar til drengj­anna í ís­lensku skóla­kerfi voru of mikl­ar.

„Við töluðum alltaf ís­lensku heima en þeir lærðu að lesa á norsku og við vor­um ekki að kenna þeim að lesa á ís­lensku til þess að rugla þá ekki.“

Að öðru leyti seg­ir Edda skóla­kerf­in keim­lík hér­lend­is og í Nor­egi, en áður en þau fluttu út starfaði Edda sem kenn­ari í Varmár­skóla í Mos­fells­bæ og síðustu þrjú árin áður en

...