„Fyr­ir utan þetta allra helsta finnst mér prjónapeys­ur staðal­búnaður fyr­ir börn á Íslandi.“
Hrafnkatla lærði fatahönnun og gerir við barnafötin áður en hún selur þau.
Hrafn­katla lærði fata­hönn­un og ger­ir við barna­föt­in áður en hún sel­ur þau. — Morg­un­blaðið/​Karítas

Hrafn­katla Unn­ars­dótt­ir hef­ur gríðarleg­an áhuga á tísku og list­um en tel­ur hann hafa upp­haf­lega sprottið út frá óör­yggi. Hrafn­katla ólst upp á Ak­ur­eyri en býr núna í Reykja­vík með tveggja og hálfs árs syni sín­um. 19 ára göm­ul flutti hún frá Ak­ur­eyri og hóf fata­tækni­nám við Tækni­skól­ann en færði sig síðan yfir í Lista­há­skól­ann í fata­hönn­un. Hún kláraði hálft námið áður en lífið tók sína eig­in stefnu og hún átti von á barni.

„Mér tókst þó sem bet­ur fer að sam­tengja lífið og áhuga­mál­in,“ seg­ir hún.

Hrafn­katla er stofn­andi Pons Vinta­ge, en það er lít­il barnafata­versl­un sem sel­ur notuð barna­föt. Hún safn­ar, ger­ir við og sel­ur föt­in og ætl­ar sér að þróa verk­efnið áfram á næst­unni. Versl­un­inni hef­ur verið vel tekið.

En hvaðan kem­ur tísku­áhug­inn?

„Upp­haf­lega

...