
Hrafnkatla Unnarsdóttir hefur gríðarlegan áhuga á tísku og listum en telur hann hafa upphaflega sprottið út frá óöryggi. Hrafnkatla ólst upp á Akureyri en býr núna í Reykjavík með tveggja og hálfs árs syni sínum. 19 ára gömul flutti hún frá Akureyri og hóf fatatækninám við Tækniskólann en færði sig síðan yfir í Listaháskólann í fatahönnun. Hún kláraði hálft námið áður en lífið tók sína eigin stefnu og hún átti von á barni.
„Mér tókst þó sem betur fer að samtengja lífið og áhugamálin,“ segir hún.
Hrafnkatla er stofnandi Pons Vintage, en það er lítil barnafataverslun sem selur notuð barnaföt. Hún safnar, gerir við og selur fötin og ætlar sér að þróa verkefnið áfram á næstunni. Versluninni hefur verið vel tekið.
En hvaðan kemur tískuáhuginn?
„Upphaflega
...