
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, gerði ástandið á landamærum Íslands að umræðuefni á Alþingi í fyrradag. Þar benti hann á að lögreglan teldi sig ekki geta tryggt raunverulegt öryggi og spurði hvernig það mætti vera að eyríki sem væri í raun og veru aðeins með eina stóra landamærastöð væri ekki fært um að tryggja öryggi við landamærin.
Snorri sagði: „Við höfum komið okkur upp miklu sjálfskaparvíti með því kerfi sem höfum lagt upp með þarna. Til dæmis, af mörgum dæmum, látum við svokallaða kærunefnd útlendingamála hafa sérstakt eftirlit með frávísunum lögreglunnar við landamærin, sem engin önnur þjóð gerir. Hvað þýðir þetta í raunveruleikanum? Jú, þetta þýðir að lögreglan fær til sín farþega, sér strax að þeir uppfylla ekki skilyrðin til að koma inn í landið, hyggjast þá frávísa þeim þegar í stað, en áður en menn vita af eru mættir íslenskir lögmenn sem hugsa sér gott
...