Snorri Más­son, þingmaður Miðflokks­ins, gerði ástandið á landa­mær­um Íslands að umræðuefni á Alþingi í fyrra­dag. Þar benti hann á að lög­regl­an teldi sig ekki geta tryggt raun­veru­legt ör­yggi og spurði hvernig það mætti vera að eyríki sem væri í raun og …
Snorri Másson
Snorri Más­son

Snorri Más­son, þingmaður Miðflokks­ins, gerði ástandið á landa­mær­um Íslands að umræðuefni á Alþingi í fyrra­dag. Þar benti hann á að lög­regl­an teldi sig ekki geta tryggt raun­veru­legt ör­yggi og spurði hvernig það mætti vera að eyríki sem væri í raun og veru aðeins með eina stóra landa­mæra­stöð væri ekki fært um að tryggja ör­yggi við landa­mær­in.

Snorri sagði: „Við höf­um komið okk­ur upp miklu sjálf­skap­ar­víti með því kerfi sem höf­um lagt upp með þarna. Til dæm­is, af mörg­um dæm­um, lát­um við svo­kallaða kær­u­nefnd út­lend­inga­mála hafa sér­stakt eft­ir­lit með frá­vís­un­um lög­regl­unn­ar við landa­mær­in, sem eng­in önn­ur þjóð ger­ir. Hvað þýðir þetta í raun­veru­leik­an­um? Jú, þetta þýðir að lög­regl­an fær til sín farþega, sér strax að þeir upp­fylla ekki skil­yrðin til að koma inn í landið, hyggj­ast þá frá­vísa þeim þegar í stað, en áður en menn vita af eru mætt­ir ís­lensk­ir lög­menn sem hugsa sér gott

...