Ráðherra duga eng­in und­an­brögð eða af­sak­an­ir

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir barna­málaráðherra greindi frá því í gær­kvöld að hún hygðist biðjast lausn­ar. Þá var aðeins liðinn hálf­tími frá því að Rík­is­út­varpið sagði þá frétt að hún hefði á sín­um tíma, 22 ára göm­ul, eign­ast barn með 15 ára barni, sem hún átti að gæta í starfi trú­ar­söfnuðar.

Sam­skipt­in í fram­hald­inu virðast um margt hafa verið ein­kenni­leg, en lýs­ing­ar ráðherr­ans frá­far­andi í viðtöl­um vöktu raun­ar fleiri spurn­ing­ar en þær svöruðu, þar á meðal um þolend­ur og gerend­ur.

Það var rétt at­hugað hjá Ásthildi Lóu í gær að henni væri að svo stöddu ekki sætt sem ráðherra, en ástæðan sem hún nefndi var furðuleg: Ekki að henni hefði orðið stór­kost­lega á í mess­unni, held­ur að fjöl­miðlaum­hverfið væri svo mót­drægt!

Allt er þetta hryggi­legt og sér­kenni­legt, en ljós­lega eru ekki öll kurl til graf­ar kom­in.

Fleira tengt þessu máli er óút­skýrt, en þar kann þátt­ur Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra að reyn­ast al­var­leg­ast­ur og af­drifa­rík­ast­ur. Hann

...