Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra greindi frá því í gærkvöld að hún hygðist biðjast lausnar. Þá var aðeins liðinn hálftími frá því að Ríkisútvarpið sagði þá frétt að hún hefði á sínum tíma, 22 ára gömul, eignast barn með 15 ára barni, sem hún átti að gæta í starfi trúarsöfnuðar.
Samskiptin í framhaldinu virðast um margt hafa verið einkennileg, en lýsingar ráðherrans fráfarandi í viðtölum vöktu raunar fleiri spurningar en þær svöruðu, þar á meðal um þolendur og gerendur.
Það var rétt athugað hjá Ásthildi Lóu í gær að henni væri að svo stöddu ekki sætt sem ráðherra, en ástæðan sem hún nefndi var furðuleg: Ekki að henni hefði orðið stórkostlega á í messunni, heldur að fjölmiðlaumhverfið væri svo mótdrægt!
Allt er þetta hryggilegt og sérkennilegt, en ljóslega eru ekki öll kurl til grafar komin.
Fleira tengt þessu máli er óútskýrt, en þar kann þáttur Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra að reynast alvarlegastur og afdrifaríkastur. Hann
...