Frammistaða Íslands í fyrri hálfleik var flott. Liðið hélt boltanum vel og voru leikmenn óhræddir við að fá boltann í fæturna.
Það vantaði hins vegar að ógna markinu meira framan af leik og þá komust heimamenn í Kósovó stundum of auðveldlega í færi. Varnarmenn Íslands voru stundum of hikandi.
Íslenska liðið svaraði hins vegar glæsilega þegar gæðin sem leikmenn liðsins búa yfir fengu að njóta sín í jöfnunarmarkinu. Ísak Bergmann Jóhannesson átti stórkostlega sendingu á Orra, sem gerði gríðarlega vel í færinu.
Það var einnig gaman að sjá Hákon Arnar Haraldsson í hálfleiknum, sem tók marga góða spretti og skilaði boltanum oftast til samherja. Í sókninni vantaði helst að Albert Guðmundsson næði meiri takti við leikinn. Guðlaugur Victor Pálsson
...