Frammistaða Íslands í fyrri hálfleik var flott. Liðið hélt bolt­an­um vel og voru leik­menn óhrædd­ir við að fá bolt­ann í fæt­urna.

Það vantaði hins veg­ar að ógna mark­inu meira fram­an af leik og þá komust heima­menn í Kó­sovó stund­um of auðveld­lega í færi. Varn­ar­menn Íslands voru stund­um of hik­andi.

Íslenska liðið svaraði hins veg­ar glæsi­lega þegar gæðin sem leik­menn liðsins búa yfir fengu að njóta sín í jöfn­un­ar­mark­inu. Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son átti stór­kost­lega send­ingu á Orra, sem gerði gríðarlega vel í fær­inu.

Það var einnig gam­an að sjá Há­kon Arn­ar Har­alds­son í hálfleikn­um, sem tók marga góða spretti og skilaði bolt­an­um oft­ast til sam­herja. Í sókn­inni vantaði helst að Al­bert Guðmunds­son næði meiri takti við leik­inn. Guðlaug­ur Victor Páls­son

...