
„Þúsundir skólabarna á miðstigi um allt land flykkjast nú í Þjóðleikhúsið til að sjá ævintýri vinanna Orra óstöðvandi og Möggu Messi lifna við í glænýrri sýningu,“ segir í tilkyningu frá leikhúsinu. Þar kemur fram að bækur Bjarna Fritzsonar hafi átt gríðarlegum vinsældum að fagna en lifni nú við á Stóra sviðinu.
Þá semja þeir Jói P. og Króli tónlistina við verkið en með hlutverk Orra og Möggu fara þau Almar Blær Sigurjónsson og Selma Rán Lima. Farið verður með sýninguna víða um land í kjölfar sýninganna í Þjóðleikhúsinu en leikhúsið hefur um árabil boðið börnum á flestum skólastigum að upplifa töfra leikhússins. „Orri er ungur drengur sem breytir sér í ofurhetjuútgáfuna af sjálfum sér, Orra óstöðvandi, þegar hann þarf á hugrekki og sjálfstrausti að halda. Orri og Magga lenda í alls konar ævintýrum, hversdagslegum jafnt sem ótrúlegum, og eru uppátækjum þeirra engin takmörk
...