Bestu vinir Orri óstöðvandi og Magga Messi lenda í alls kyns ævintýrum.
Bestu vin­ir Orri óstöðvandi og Magga Messi lenda í alls kyns æv­in­týr­um.

„Þúsund­ir skóla­barna á miðstigi um allt land flykkj­ast nú í Þjóðleik­húsið til að sjá æv­in­týri vin­anna Orra óstöðvandi og Möggu Messi lifna við í glæ­nýrri sýn­ingu,“ seg­ir í til­kyn­ingu frá leik­hús­inu. Þar kem­ur fram að bæk­ur Bjarna Fritz­son­ar hafi átt gríðarleg­um vin­sæld­um að fagna en lifni nú við á Stóra sviðinu.

Þá semja þeir Jói P. og Króli tón­list­ina við verkið en með hlut­verk Orra og Möggu fara þau Alm­ar Blær Sig­ur­jóns­son og Selma Rán Lima. Farið verður með sýn­ing­una víða um land í kjöl­far sýn­ing­anna í Þjóðleik­hús­inu en leik­húsið hef­ur um ára­bil boðið börn­um á flest­um skóla­stig­um að upp­lifa töfra leik­húss­ins. „Orri er ung­ur dreng­ur sem breyt­ir sér í of­ur­hetju­út­gáf­una af sjálf­um sér, Orra óstöðvandi, þegar hann þarf á hug­rekki og sjálfs­trausti að halda. Orri og Magga lenda í alls kon­ar æv­in­týr­um, hvers­dags­leg­um jafnt sem ótrú­leg­um, og eru uppá­tækj­um þeirra eng­in tak­mörk

...