
Einar Geir Þorsteinsson
Árið 2020 samþykkti Alþingi ný lög um fæðingarorlof sem fól í sér lengingu orlofs úr tíu mánuðum í tólf. Þótt sú breyting hafi verið af hinu góða fylgdu henni takmarkanir: Hvoru foreldri var tryggður sex mánaða réttur, en aðeins var heimilt að framselja sex vikur á milli þeirra. Þetta þýðir að hvort foreldri þarf að taka að lágmarki fjóra og hálfan mánuð af orlofi, óháð aðstæðum, vilja eða þörfum fjölskyldunnar. Fjölskyldur, og þá sérstaklega óléttar konur og konur með nýbura, ráku upp stór augu og veltu fyrir sér hvers vegna í ósköpunum stjórnvöld töldu þörf á því að setja í lög takmarkanir á frelsi þeirra til að skipuleggja eigið fæðingarorlof.
Þegar frumvarpið sem varð að lögum nr. 144/2020 er skoðað nánar kemur í ljós að markmið laganna var ekki að mæta þörfum fjölskyldna heldur að jafna fæðingarorlof
...