Miðaldra aft­ur­halds­sinn­ar vilja auka frelsi for­eldra í fæðing­ar­or­lofi.
Einar Geir Þorsteinsson
Ein­ar Geir Þor­steins­son — Morg­un­blaðið/Ó​mar

Ein­ar Geir Þor­steins­son

Árið 2020 samþykkti Alþingi ný lög um fæðing­ar­or­lof sem fól í sér leng­ingu or­lofs úr tíu mánuðum í tólf. Þótt sú breyt­ing hafi verið af hinu góða fylgdu henni tak­mark­an­ir: Hvoru for­eldri var tryggður sex mánaða rétt­ur, en aðeins var heim­ilt að fram­selja sex vik­ur á milli þeirra. Þetta þýðir að hvort for­eldri þarf að taka að lág­marki fjóra og hálf­an mánuð af or­lofi, óháð aðstæðum, vilja eða þörf­um fjöl­skyld­unn­ar. Fjöl­skyld­ur, og þá sér­stak­lega ólétt­ar kon­ur og kon­ur með nýbura, ráku upp stór augu og veltu fyr­ir sér hvers vegna í ósköp­un­um stjórn­völd töldu þörf á því að setja í lög tak­mark­an­ir á frelsi þeirra til að skipu­leggja eigið fæðing­ar­or­lof.

Þegar frum­varpið sem varð að lög­um nr. 144/​2020 er skoðað nán­ar kem­ur í ljós að mark­mið lag­anna var ekki að mæta þörf­um fjöl­skyldna held­ur að jafna fæðing­ar­or­lof

...