— Ljós­mynd/​Alda Music

Íslenska hljóm­sveit­in Spacestati­on gaf út sína fyrstu plötu, Reykja­vík Syndrome, aðfaranótt föstu­dags.

Meðal lag­anna eru Í drauma­land­inu og Hvítt vín, sem hafa þegar vakið mikla at­hygli. Það fyrr­nefnda hlaut titil­inn Rokklag árs­ins á Íslensku tón­list­ar­verðlaun­un­um í síðustu viku.

Tónlist sveit­ar­inn­ar er und­ir áhrif­um frá 60's-rokki og „shoegaze“, og fjall­ar meðal ann­ars um næt­ur­líf, ást og „önn­ur ávana­bind­andi efni“. Útgáfu­tón­leik­ar fara fram í Iðnó í kvöld, laug­ar­dags­kvöld. Nán­ar um málið á K100.is.