
— Ljósmynd/Alda Music
Íslenska hljómsveitin Spacestation gaf út sína fyrstu plötu, Reykjavík Syndrome, aðfaranótt föstudags.
Meðal laganna eru Í draumalandinu og Hvítt vín, sem hafa þegar vakið mikla athygli. Það fyrrnefnda hlaut titilinn Rokklag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í síðustu viku.
Tónlist sveitarinnar er undir áhrifum frá 60's-rokki og „shoegaze“, og fjallar meðal annars um næturlíf, ást og „önnur ávanabindandi efni“. Útgáfutónleikar fara fram í Iðnó í kvöld, laugardagskvöld. Nánar um málið á K100.is.