Ása Berglind Hjálmarsdóttir
Ása Berg­lind Hjálm­ars­dótt­ir

Fyr­ir 10 árum heim­sótti ég hvert ein­asta hjúkr­un­ar­heim­ili á Íslandi, sem þá voru hátt í 70 tals­ins, á 30 dög­um í þeim til­gangi að halda tón­leika og syngja og spila með íbú­um.

Þessi reynsla gaf mér góðan sam­an­b­urð og ég skynjaði svo vel hvernig fé­lags­leg­ar aðstæður skiptu máli. Ég hugsaði stund­um með mér eft­ir heim­sókn­irn­ar: Já, hér myndi ég vilja eiga heima þegar ég verð göm­ul, og oft­ar en ekki var það eft­ir heim­sókn­ir á heim­ili þar sem starfs­fólkið var í eig­in föt­um, ekki ein­kenn­is­fatnaði, stund­um voru dýr á þess­um stöðum og sums staðar jafn­vel boðið upp á sérrístaup yfir söngn­um.

Ég áttaði mig á því hvað það var sem ein­kenndi þessi heim­ili, þar sem stemn­ing­in var á ein­hvern hátt létt­ari og mann­legri, þegar ég átti sam­tal við starfs­mann sem sagði okk­ur frá Eden-hug­mynda­fræðinni. Hún geng­ur út á að breyta stofn­ana­menn­ingu hjúkr­un­ar­heim­ila í heim­ili sem iðar

...