
Fyrir 10 árum heimsótti ég hvert einasta hjúkrunarheimili á Íslandi, sem þá voru hátt í 70 talsins, á 30 dögum í þeim tilgangi að halda tónleika og syngja og spila með íbúum.
Þessi reynsla gaf mér góðan samanburð og ég skynjaði svo vel hvernig félagslegar aðstæður skiptu máli. Ég hugsaði stundum með mér eftir heimsóknirnar: Já, hér myndi ég vilja eiga heima þegar ég verð gömul, og oftar en ekki var það eftir heimsóknir á heimili þar sem starfsfólkið var í eigin fötum, ekki einkennisfatnaði, stundum voru dýr á þessum stöðum og sums staðar jafnvel boðið upp á sérrístaup yfir söngnum.
Ég áttaði mig á því hvað það var sem einkenndi þessi heimili, þar sem stemningin var á einhvern hátt léttari og mannlegri, þegar ég átti samtal við starfsmann sem sagði okkur frá Eden-hugmyndafræðinni. Hún gengur út á að breyta stofnanamenningu hjúkrunarheimila í heimili sem iðar
...