— AFP/​Raigo Pajula

Vil­hjálm­ur prins af Wales og rík­is­arfi hitti breska herafl­ann sem staðsett­ur er í Eistlandi um þess­ar mund­ir, en hlut­verk hans er að efla eystri varn­ir Evr­ópu. Herafl­inn tel­ur um 900 manns og starfar und­ir her­stjórn Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO).

Heim­sókn prins­ins er sögð afar tákn­ræn og til marks um vilja Bret­lands og NATO um leið til að verja landa­mæri Evr­ópu gegn frek­ari land­vinn­ing­um Rúss­lands.

Vil­hjálm­ur var klædd­ur í herklæði og kynnti sér m.a. aðbúnað og þjálf­un brynd­reka­sveita sem búa yfir drek­an­um Chal­lenger 2, en hann er tal­inn einn öfl­ug­asti brynd­reki heims. Má hér til hliðar sjá prins­inn þar sem hann hef­ur tekið sér stöðu í sæti brynd­reka­for­ingj­ans á ein­um slík­um dreka. Sagði Vil­hjálm­ur menn sína standa vakt­ina af festu.