Haukar leika í dag fyrri leik sinn gegn Izvidac frá Bosníu í átta liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik en hann hefst á Ásvöllum klukkan 17. Liðin mætast aftur í Bosníu um næstu helgi. Izvidac hefur slegið út Sassari frá Ítalíu, Motor frá …

Ásvellir Haukar freista þess að komast í undanúrslitin.
— Morgunblaðið/Anton Brink
Haukar leika í dag fyrri leik sinn gegn Izvidac frá Bosníu í átta liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik en hann hefst á Ásvöllum klukkan 17. Liðin mætast aftur í Bosníu um næstu helgi. Izvidac hefur slegið út Sassari frá Ítalíu, Motor frá Úkraínu og Anorthosis frá Kýpur í keppninni í vetur. Haukar hafa unnið Cocks frá Finnlandi, Kur frá Aserbaídsjan og Ormoz frá Slóveníu. Izvidac er á toppnum í Bosníu og hefur aðeins tapað einum leik þar í vetur.